Góðan daginn
Já, það er eins gott að halda uppi góðum siðum. ég er farinn að skrifa á daginn og því ekkert til fyrirstöðu að bauna út úr mér við þetta tækifæri.
Finnlandsdvölin er með besta móti. Ég fór í gegnum sjálfsvorkunarkast hér fyrr í vikunni þar sem mér fannst ég hefði engan tilgang hér en áttaði mig svo á því að það gefst aldrei tími til nokkurs hluts lengur. Það gefst ekki tími til að lesa, ekki hugsa, ekki vera og hvað þá að móta og þróa með sér skoðanir og þekkingu. Ekki skoðanir sem gripnar eru úr lausu lofti heldur hinar sem eru fastmótaðar í þekkingu og bjóða þannig kannski upp á raunverulega valkoksti. En nóg um það, þetta er málefni sem ekki er hægt að röfla yfir svona í stuttu.
REyndar þá er ástæða fyrir þessum skrifum. Vinur minn Eiríkur Norðdahl er að gefa út sína fyrstu bók, hugsjónadrusluna, og langar mig að kynna hana aðeins hér. Eins og er hans von og vísa þá er þetta afskaplega hæðin bók um menn, konur og simpansa, sem öll hafa það sameiginlegt að vera svo viðurstyggilega hallærisleg að þau trúa á eitthvað og eru tilbúin að deyja fyrir það.
"Mér fannst vera að renna upp fyrir mér ljós. Að ég væri ekki einn um að hafa logið alla ævina, að ég væri ekki einn um að finna ekki til. Ég væri ekki einn um að ljúga upp á mig tilfinningum sem ég hef lesið um í bókum, séð í lélegum sjónvarpsþáttum (lífið hermir ekki eftir listinni, það hermir eftir Friends)."
Segir allt sem segja þarf, eða hvað.
Glóðar stundir (þarf að fara að upgreida kveðjuorðaforðann, ég er farinn að hljóma eins og Richter í nýjasta...)
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli