sunnudagur, nóvember 07, 2004

Góða kvöldið

Ég er að komast að því að ég er háður netinu, eða kannski bara tölvum almennt.

Hvað er það sem gerir það svo heillandi að hverfa inn í óraunverulegan heim tölvunnar og gera þar ekkert langtímunum saman?

Ég skil þetta ekki. Og af hverju þarf ég að komast á netið svona oft?

Og af hverju hlakka ég til þess að fá nýjan tölvuleik (þó svo ég hafi ekki spilað tölvuleiki árum saman) og hangi svo í honum endalaust?

Af hverju er ég með áhyggjur af þessu?

Annars er ég að slappa af í Finnlandi og eins og kannski má lesa úr orðum mínum þá gengur það ekkert sérstaklega. Ég þarf að læra það, og læra að nota tíman sem það gefur manni!

En þangað er ég ekki kominn enn!

Góðar stundir
Þorleifur

Engin ummæli: