Góða kvöldið og afsakið þögnina.
Hún hlýst af mikilli og strembinni vinnu, netleysi, umsóknum í erlenda háskóla og svo því að skrifkraftar mínir hafa farið meira og minna í leikritið sem nálgast veruleikann æ meir.
ÉG er nú staddur á Agureyri að berja á mennskóleskum busum og öðrum viljugum leiklistarfórnarlömbum.
Ég hef mikla unun af starfi mínu, það kallar eitthvað í leiklistarlegu uppeldisstarfi á mig. Og ungt fólk (segir öldungurinn) hefur einhvern fítonskraft og sálaropnun sem oft er vanmetinn. En það er í þessum brunni sköpunarinnar sem mér finnst ég njóta mín. Fæ að miðla og leiðbeina á sama tíma og agi og kröfur eru í fyrirrúmi. Það er afar mikilvægt að ungu fólki sé ekki kennt að meðalmennska sé í lagi heldur þurfi þau að leggja á sig vinnu af einurð og alvöru. Ef sá mórall næst upp þá er himinninn takmarkið og draumar geta ræst!
En annars er ég svo aftur á leið til finnlands þar sem margir skemmtilegir möguleikar eru að opnast. Líklega er ég að fara að setja upp sýningu þar nú fyrir jól sem og undirbúa önnur verk. Einnig kem ég til greina sem listrænn stjórnandi í ævafornu og virtu leikhúsi (hljómar grand, ehh?) en það ætti að skýrast innan fárra daga.
En framundan er mikil vinna og því verð ég að láta staðar numið í bili en næst þegar andinn grípur mig þá mun ég kannski fjalla lítilega um verkið sem er í vinnslu sem og því sem er á döfunni í leikhúsi og pólitík!
Bestu kv.
Þorleifur
laugardagur, október 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli