Góða kvöldið
Það er búið að vera gaman að vera til um helgina. Og reyndar í nokkurn tíma þar á undan. VErkið sem við í Lifandi leikhúsi erum að vinna að er að taka á sig nokkra mynd, allaveganna í hausnum á honum mér. Það er annars mikið verk að koma saman 4-5 verkum þannig að hvert þeirra sé heilstætt og eigi sinn eigin heim, þ.e. að verkin smiti ekki á milli sín og verði bara að einhverri klessu. En það er það sem ég þarf að díla við og er kannski best að ég haldi fyrir mig í bili.
Því ætla ég bara að tala aðeins um ástina og hvernig maður getur gleymt henni, eða tekið hana sem sjálfsagðan hlut. Ég elska konu. og ég vinn eins og hestur. Og það fer ekki vel með ástina. Sama hversu mikill skilningur er í henni. Og ég þarf að skilja að ástin er ekki sjálfsögð. Að ástin er lífrænt afl sem þarf sína næringu. Annars bara fer hún eitthvað annað. Og þá þarf ég að leggjast í eltinga. Og þá vinn ég ekki á meðan. Og þá tapa allir. Og þá verð ég sár útí ástina. Og þá verð ég bitur. Og þá finn ég hana aldrei aftur. Og hvað þá?
Þorleifur
mánudagur, júlí 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)