miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Góða kvöldið

Stutt kveðja frá San Fransisco.

Þetta er búið að vera alveg sallandi fínt allt saman. Reyndar hef ég mikið til þjáðst af jet-leg sem er mér annars óþekkt fyrirbrigði, en ég geri ráð fyrir því að þessi þeytingur sem búinn er að vera á mér undanfarið hafi þessi áhrif, að ég er eins og slytti hérna.

Nú svo er það veðrið, menn myndu kannski röfla minna heima vissu þeir að sólarinnar Kalífornía er ekki skömminni skárri.

Hótelið sem við erum er á afar spaugilegt. Það vantar ekki glæsileikann í lobbíið, vivaldi í hverjum hátalara og þjónar á hverjum fingri. Herbergið er líka fullt af alls konar gadetum og klámrásum en er álíka stórt og fataskápurinn heima. Svo ekki sé minnst á gólteppið sem myndi sóma sér vel á hvaða elliheimili sem er. Þjónustan er svo öll í ætt við mr. Fawlty, þannig að úr verður hin mesta skemmtun.

Ég leigði mér Mustang blæjubíl sem er hið allra skemmtilegasta tæki. Var svo stoppaður af lögreglunni á hraðbrautinni á svo lítið sem 160 kílómetra hraða. Lögreglumaðurinn sá af einhverjum ástæðum í gegnum fingur sér við mig en tilkynnri mér það að ef ég hefði verið 5 kílómetrum hraðari þá hefði ég fengið að njóa gestristni fangelsismálastofnunnar Kalíforníu.

Við Meri vorum þá á leið til Yesimite þjóðgarðsins. OG það skal ég segja ykkur að þa blasti við mér mesta náttúrufegurð sem ég hef á ævinni orðið fyrir, já orðið fyrir!

Við klifum fjall í 3000 metra hæð (keyrðum svona 2500 metra upp þannig að þetta er ekki alveg jafn hetjullegt og það hljómar) og þaðan blöstu við fossar og 1000 metra há þverhnýpi. Ógleymanlegt!

Í dag fórum við svo og skoðuðum okkur um í rauðaskógi sem er með elstu skógum meginlands ameríku. Ótrúleg friðsæld, gamall andi sveif yfir vötnum!

En nóg í bili, enda ævintýrið ekki hálfnað.

BEstu kv.

Þorleifur