Góða kvöldið
Já, það er skrýtið lífið þessa dagana.
Frá því að getað ekki beðið eftir því að komast úr skóla og fara að leikstýra í það að geta ekki beðið eftir því að komast frá því að leikstýra og inn í skóla.
Tíminn og hringurinn (eða spírallinn).
Þetta þýðir sumsé að ég veit hvað ég er að fara að gera næstu 2 - 4 árin. Ég er að fara að búa í uppáhaldsborginni minni, að bæta við mig þekkingu í því sem hjartað segir mér að ég geri best og loksins lítur út fyrir það að við Meri verðum á sama stað í lengri tíma. Með ákveðna fullvissu hvernig landslagið lítur út.
Ég veit það nú samt fyrir víst að lífið á eftir að grípa einhvernveginn inn í og snúa öllu á haus en það er það eina sem er öruggt í lífinu, það að það hættir aldrei að koma á óvart.
En þetta verður góður tími, ég finn það í hjartanu.
Svo var konan mín að útskrifast og er nú löggildur arkítekt og hennar fyrsta verk verður að teikna nýtt hús handa okkur á Grettisgötunni. Og svo er bara að byggja!
Annars ligg ég yfir leikverkum. Er að lesa Söru Kane ennþá því að maður tórir ekki nema lítið af henni í einu. Einnig er ég að kíkja á Ravenhill og Barfuss.
Og datt loks niður í fantasíu. Það er alveg frábært að hverfa stundum út úr heimi Economist og pólitíkur, svindls, kapítalisma og eiginhagsmunasemi og yfir í heima þar sem manngildi skipta ennþá máli. Það eru allir hugrakkir, hræddir, stoltir, góður, vondir, stórhuga, sviksamir og heiðarlegir. Þeir eru svo fallega basic einhvernveginn. Það er stórkostlegt að setjast niður í 5 tíma eða svo og hverfa á vit dreka og djöfla, flugskipa og orka. og ímyndunaraflið fær að fljúga með!
En nóg í kvöld.
Bið að heilsa
Þorleifur
föstudagur, apríl 22, 2005
miðvikudagur, apríl 20, 2005
mánudagur, apríl 18, 2005
Góða kvöldið
Afsakið þögnina. Það er full vinna að vera í fríi.
Ég er reydnar alveg ömurlegur í því. Eftir svona langa vinnutörn þá veit ég barasta ekki hvernig ég á að snúa mér þegar skyldurnar hvíla ekki á mér.
Ég reyni að lesa og skrifa og hugsa og tefla en allt kemur fyrir ekkert, ég verð bara órólegur.
Þetta er einhverskonar ástand sem er nýtt í sögunni. Maðurinn er að verða svo úrkynjaður að hann getur ekki tekið sér andartaks frí til þess bara að vera.
Ég gekk meiraðsegja svo langt að ég fékk hugmynd að grunni að leiklistarhugmynd. Og það svona stuttu eftir að ég hét mér því að ég myndi ekki skrifa leikrit neitt á næstunni. REyndar býst ég ekki við því að ég skrifi þetta (allaveganna ekki einn) heldur vinni þetta með öðrum. Og auðvitað kemur þetta ekki bara úr heiðskýru loftinu, þetta er búið að vera að kraumast undanfarið eftir að ég fékk styrkinn til að setja upp verkið á næsta ári.
Ég settist bara niður og las einhver 7 ný leikrit og allt í einu þá varð mér bara ljóst hvað ég þyrfti að fjalla um næst. Reynslan af American Diplomacy er strax að skila sér því að ég viet nákvæmlega hvering leikrit ég vil ekki skrifa. Næst þá ætla ég mér að stjórna forminu mun betur en ég gerði í AMD og láta það ekki leiða mig eins og ég gerði þar. Einnig ætla ég að vinna út frá eigin reynsluheimi en ekki reyna að skrifa allt um allt. Bara leiða áfram inn í það sem ég vil fjalla um og það sem mér finnst að helst þurfi að tala um í leikhúsinu á þessum tímum.
Það veðrur að fjalla um tómhyggjuna. Hina duldu ógn samtímans. Eftir að guð hætti að vera lifandi hluti af lífi mannanna þá er einhver kapítalískur tómleiki það eina sem er eftir. Það eru allir meira og minna óhamingjusamir, eða að leita lausna á því hvering það eigi að verða hamingjusamt. En leitin er alltaf í það sem samfélagið er búið að kenna okkur að virki, peninga og völd. En peningar eru hreyfiafl ekki orkugjafi. Og því er leit í þá að lífsbreytnadi hamingju dæmd til þess að mistakast.
Þetta er stórt, mikið og flókið mál. Og svo erfitt er að rökstyðja það að ég held að eina leiðin til þess að koma því á framfæri sé að gera það í gegnum listina. Þar sem við fáum að fylgjast með fólki og hvernig umhverfi þeirra mótar það og breytir, ýtir og hrekur. Þannig geta hugsanir okkar og tilfinningar sagt skilið við hækju rökhyggjunnar í andartak og fundið leið að auknum skilningi.
En nóg í kvöld. Það er 2 dagar í deadline from BERLIN!!!
Þorleifur
Afsakið þögnina. Það er full vinna að vera í fríi.
Ég er reydnar alveg ömurlegur í því. Eftir svona langa vinnutörn þá veit ég barasta ekki hvernig ég á að snúa mér þegar skyldurnar hvíla ekki á mér.
Ég reyni að lesa og skrifa og hugsa og tefla en allt kemur fyrir ekkert, ég verð bara órólegur.
Þetta er einhverskonar ástand sem er nýtt í sögunni. Maðurinn er að verða svo úrkynjaður að hann getur ekki tekið sér andartaks frí til þess bara að vera.
Ég gekk meiraðsegja svo langt að ég fékk hugmynd að grunni að leiklistarhugmynd. Og það svona stuttu eftir að ég hét mér því að ég myndi ekki skrifa leikrit neitt á næstunni. REyndar býst ég ekki við því að ég skrifi þetta (allaveganna ekki einn) heldur vinni þetta með öðrum. Og auðvitað kemur þetta ekki bara úr heiðskýru loftinu, þetta er búið að vera að kraumast undanfarið eftir að ég fékk styrkinn til að setja upp verkið á næsta ári.
Ég settist bara niður og las einhver 7 ný leikrit og allt í einu þá varð mér bara ljóst hvað ég þyrfti að fjalla um næst. Reynslan af American Diplomacy er strax að skila sér því að ég viet nákvæmlega hvering leikrit ég vil ekki skrifa. Næst þá ætla ég mér að stjórna forminu mun betur en ég gerði í AMD og láta það ekki leiða mig eins og ég gerði þar. Einnig ætla ég að vinna út frá eigin reynsluheimi en ekki reyna að skrifa allt um allt. Bara leiða áfram inn í það sem ég vil fjalla um og það sem mér finnst að helst þurfi að tala um í leikhúsinu á þessum tímum.
Það veðrur að fjalla um tómhyggjuna. Hina duldu ógn samtímans. Eftir að guð hætti að vera lifandi hluti af lífi mannanna þá er einhver kapítalískur tómleiki það eina sem er eftir. Það eru allir meira og minna óhamingjusamir, eða að leita lausna á því hvering það eigi að verða hamingjusamt. En leitin er alltaf í það sem samfélagið er búið að kenna okkur að virki, peninga og völd. En peningar eru hreyfiafl ekki orkugjafi. Og því er leit í þá að lífsbreytnadi hamingju dæmd til þess að mistakast.
Þetta er stórt, mikið og flókið mál. Og svo erfitt er að rökstyðja það að ég held að eina leiðin til þess að koma því á framfæri sé að gera það í gegnum listina. Þar sem við fáum að fylgjast með fólki og hvernig umhverfi þeirra mótar það og breytir, ýtir og hrekur. Þannig geta hugsanir okkar og tilfinningar sagt skilið við hækju rökhyggjunnar í andartak og fundið leið að auknum skilningi.
En nóg í kvöld. Það er 2 dagar í deadline from BERLIN!!!
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)