Góðan daginn héðan frá Schwerin
Því hefur verið varpað fram að ég sé frjálshyggjumaður.
Og það er ég vissulega, en því miður ekki í þeirri vitlausu skilgreiningu sem orðið hefur á sér í íslensku samfélagi.
hvað þýðir það að vera frjálshyggjumaður?
Í klasískum skilningi myndi það vera maður (eða kona) sem styddi grundvallarkenningar um frelsið eins og þær komu fram hjá John Stuart Mill. Mill skilgreindi frelsi sem frelsi einstaklingsins til hugsana, orða og athafna sem ekki sköðuðu aðra eða samfélagið í heild.
Mikið flóknara er það nú ekki.
Og í þessum skilningi er ég frjálshyggjumaður.
Því miður hefur hægri vængurinn á Íslandi eignað sér hugtakið og viðskiptafrelsispostular í félagi nefndu eftir frjálshyggjunni, tekið orðið í sína vörslu.
Hugmyndin um frelsi er stærri en svo að hægt sé að skilgreina hana til hægri eða vinstri.
Sem gegnpóll við Mill væri líklega hægt að nefna Georg Wilhelm Hegel sem skilgreindi frelsið sem frelsi manna til þess að framfylgja vilja Guðs í lífi sínu. Örlögin voru sett en eins og leikari á sviði fær ákveðið frelsi innan ramma textans og uppsetningarinnar til þess að fara sínu fram. Seinna víkkaði Hegel reyndar keninningar sínar út og yfirfærði á ríki. Að Guð hefði valið ákveðin ríki til þess að reka stefnu sína og hefðu því grundvallarrétt til þess að beita öllum aðferðum, meðal annars vopnavaldi, til þess að framfylgja þessum meinta vilja Guðs. Grunnur hugmynda hans snúast því um að leita að hinum guðlega sannleika í lífinu, hvort sem um einstakling eða þjóð er að ræða, og berjast svo fyrir þessum sannleik.
Hegel þróar kenningar sínar eftir að hann verður prófessor í heimspeki við Berlínarháskóla á þeim tíma er þýska keisaraveldið er að verða til, og beintengdi hann þessar hugmyndir sínar um frelsið við uppgang þess ríkis.
Kenningar hans hafa á 20 öld reynst miklu áhrifaríkari en kenningar Mills (Mill byggði kenningar sínar á frelsishugmyndum Locks á meðan Hegel byggði á Plató annars vegar en hugmyndunum um Þjóðfélagssáttmála Rousseau)
Hegel lagði með þessum bollaleggingum sínum grunninn annars vegar að þjóðernishyggjunni og hinsvegar að Marxisma. Báðar stefnurnar snérust um það að leita að sannleikanum, önnur reyndar nátengdari guðlögum örlögum en hin, en báðar trúðu á stóra sannleik.
Mill, sem var mikill baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna, skipti sér minna af réttlæti þegar hann var að leggja fram kenningar sínar. Honum var umhugað um einstaklinginn en tók efnahagslegt frelsi ekki með í reikninginn. Vissulega mætti telja þetta honum til lasts en ég tel að seinni tíma heimspekingar (og ekki síður einstaklingar sem seinna börðust fyrir frelsi sem aktívístar frekar en heimspekingar) hafi bætt þar úr skák.
(Fremsta meðal aktívista mætti líklega nefna Emmu Goldman (sem ég mun innan skamms skrifa grein um) en auðvitað mætti svo setja Gandhi og Martin Luther King á þennan lista)
Samfélög hafa í raun verið að leita að jafnvægi milli frelsiskenningar Mill og þjóðfélagssáttmála Rousseau allar götur síðan þessar hugmyndir konu fram, og tel ég að af öllum löndum heims séu norðurlöndin þau sem næst standa því að geta uppfyllt slíka skilgreiningu.
En erum við nær því að vera búin að skilgreina hvað frelsi er og þar með að svara því hvað frjálshyggjumaður er? Nei, enn vantar stórt púsl til þess að fullkomna myndina.
Ég tel að til þess að hægt sé að skilgreina frelsi þurfi maður að horfa til fleiri þátta en aðeins þeirra réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og með öðrum skrifuðum og óskrifuðum sáttmálum.
Frelsi skiptist í raun í tvennt. Annars vegar hið ytra frelsi; Frelsi til skoðana, tjáningar og aðgerða og svo hið innra frelsi; frelsi til þess að þora og geta sett fram hugsanir, tjáð sig og framkvæmt hluti.
Þetta innra frelsi er vissulega tengt hinu ytra, sérstaklega í gegnum það sem kallast mætti efnahagslegt frelsi. Frelsi sem samanstendur af því að vilja gera eitthvað og hafa til þess efnahagslegar forsendur.
En innra frelsi er að mestu huglægt. Að vera ekki annarra manna þjónn, hvort sem er í raunverulega eða í hugrænum skilningi. Að vera frjáls innra með sjálfum sér, og því aðskilinn að vissu leyti ríkjandi viðhorfum, lífsmáta eða áhrifum og hafa þar í gegn þor og vilja til þess að standa með sjálfum sér.
Þetta frelsi er fyrst nefnt í elstu heimildum sem við höfum um hugtakið frelsi. Hugtakið Scorage (vantar rétta stafsetningu) er að finna í ritum "Upanishads"og hefur tvöfalda en óaðskiljanlega merkingu; frelsi til þess að vera eigin herra bæði í ytri og innra skilningi.
Og þarna er ég farinn að nálgast það sem ég myndi flokka sem raunverulegt frelsi. Að maður standi sem frjáls maður bæði í ytri og innra skilningi.
Að manni ætti að vera frjálst til þess að eiga og framkvæma; og þessar gjörðir, verlaldlegar eða huglægar hafi maður rétt til þess að verja og standa ekki í annars manns skugga.
Í þessum skilningi er ég frjálshyggjumaður. Því ekki hægri eða vinsti maður heldur frjáls maður. Restin er bara rökræða um útfærslur og aðferðir.
BEstu kv.
Þorleifur
þriðjudagur, maí 13, 2008
sunnudagur, maí 11, 2008
Góðan daginn
Ég hef verið beðinn um að halda aftur af útlistunum mínum á veðráttu hérna megin atlantshafsins.
Þessi ritskoðunarkrafa kom frá Íslandi þar sem veðrið er yfirleitt ömurlegt, og fór víst eitthvað fyrir brjóstið á lesendum þessarar síðu (sem jú flestir eru íslendingar) að ég skildi sífellt tala um sólina og vorið og sólgleraugun og fallegu konurnar sem svona veður framkallar.
Eftir töluverða íhugun hef ég ákveðið að verða við þessari beiðni,enda þykir mér vænt um lesendur mína, og vil síst af öllum valda skaða með lýsingum á veðráttu sem Íslendingar njóta sjaldan ef nokkur tímann.
En sumsé...
Vorið er tími hugmyndanna. Ég er við það að klára skólann og er því farinn að horfa fram á veginn. Og ég hlakka í raun verulega til að sjá hvað verður. Ég hef ekkert ákveðið. Mig langar að grufla í heimildarmyndum, leikhúsi, hugmyndavinnu, skrifum og fleiru og ég held hreinlega að ég muni leyfa mér að gera það. Leyfi mér að fljóta.
Ég býst við því að vera heima í sumar, langar að upplifa náttúruna og vera þarna í einhvern tíma. Ekki bara kíkja við og pressast í það að heimsækja alla,heldur einfaldlega að vera þarna og njóta þess í friði.
Svo er ég búinn að leggja niður fyrir mig hvað ég ætla að skrifa næst og ég er svona að legja drögin að þeirri vinnu núna.
Og svo er ég auðvitað að leikstýra. Það eru 3 vikur í frumsýningu og ég hlakka bara til þess að fara inn í síðasta fasann. Það er létt yfir vinnunni, afslappað andrúmsloft og hlutirnar liggja bara einhvernveginn.
Ég er í raun búinn að skissa verkið upp og get því leyft mér að stunda tilraunir á næstu vikum með verkið, reyna á þanþol þess og möguleika. Eins og maður vill gera með verk sín. Ég er glaður yfir að hafa hitt á þennan hóp, þetta leikhús, sem er tilbúið að fara í svona spennandi ferðalag.
Það er ekki áhættulaust að vinna svona, ef mikið óöryggi er fyrir hendi þá þýðir lítið að ætla sér að vera bara slakur og sjá hvað kemur, vita innst inni hvað maður vill en vera ekki að pressa því heldur að matcha fantasíu leikarans við fantasíu leikstjórans og treysta því að mótunin, sem byggir á innsæinu frekar en hugvitinu, muni skila manni á góðan stað.
Hausinn vill oft meina það að aðeins í gegnum hann hafi hluti vægi, en listin er óræðari en svo. Hausinn er besta tækið til undirbúnings, en innsæið til þess að framkalla líf. Því þegar uppi stendur þá er leikstjórinn fyrsti áhorfandinn og er í raun að hanna virkni leikenda á áhorfendans.
Og það er annað sem þýskir leikarar hafa svo sterk, sem er svo gaman að vinna með, en það er meðvitund um virkni. Þetta kemur vissulega beint frá Shakespeare með stuttu en mikilvægu stoppi í meistara Brecht. Post-Brecht er hinn þýski leikari ekki aðeins skapari sjálfstæðrar persónu heldur er hann leiðsla fyrir samfélagslega gagnrýni, sýn, skoðun eða komment.
Sem gerir svo vinnu leikstjórans ennþá áhugaverðari því að rýmið sem spilað er með verður við það opnara en um leið flóknara.
En nóg um það í bili.
Júní er ég svo í raun ferlega rólegur, lítill skóli, auðvelt að vera til og verður sá tími nýttur vel til lestra og skrifta.
En þangað til er það ánægjuleg vinna.
gerist lífið betra?
Þorleifur
Ég hef verið beðinn um að halda aftur af útlistunum mínum á veðráttu hérna megin atlantshafsins.
Þessi ritskoðunarkrafa kom frá Íslandi þar sem veðrið er yfirleitt ömurlegt, og fór víst eitthvað fyrir brjóstið á lesendum þessarar síðu (sem jú flestir eru íslendingar) að ég skildi sífellt tala um sólina og vorið og sólgleraugun og fallegu konurnar sem svona veður framkallar.
Eftir töluverða íhugun hef ég ákveðið að verða við þessari beiðni,enda þykir mér vænt um lesendur mína, og vil síst af öllum valda skaða með lýsingum á veðráttu sem Íslendingar njóta sjaldan ef nokkur tímann.
En sumsé...
Vorið er tími hugmyndanna. Ég er við það að klára skólann og er því farinn að horfa fram á veginn. Og ég hlakka í raun verulega til að sjá hvað verður. Ég hef ekkert ákveðið. Mig langar að grufla í heimildarmyndum, leikhúsi, hugmyndavinnu, skrifum og fleiru og ég held hreinlega að ég muni leyfa mér að gera það. Leyfi mér að fljóta.
Ég býst við því að vera heima í sumar, langar að upplifa náttúruna og vera þarna í einhvern tíma. Ekki bara kíkja við og pressast í það að heimsækja alla,heldur einfaldlega að vera þarna og njóta þess í friði.
Svo er ég búinn að leggja niður fyrir mig hvað ég ætla að skrifa næst og ég er svona að legja drögin að þeirri vinnu núna.
Og svo er ég auðvitað að leikstýra. Það eru 3 vikur í frumsýningu og ég hlakka bara til þess að fara inn í síðasta fasann. Það er létt yfir vinnunni, afslappað andrúmsloft og hlutirnar liggja bara einhvernveginn.
Ég er í raun búinn að skissa verkið upp og get því leyft mér að stunda tilraunir á næstu vikum með verkið, reyna á þanþol þess og möguleika. Eins og maður vill gera með verk sín. Ég er glaður yfir að hafa hitt á þennan hóp, þetta leikhús, sem er tilbúið að fara í svona spennandi ferðalag.
Það er ekki áhættulaust að vinna svona, ef mikið óöryggi er fyrir hendi þá þýðir lítið að ætla sér að vera bara slakur og sjá hvað kemur, vita innst inni hvað maður vill en vera ekki að pressa því heldur að matcha fantasíu leikarans við fantasíu leikstjórans og treysta því að mótunin, sem byggir á innsæinu frekar en hugvitinu, muni skila manni á góðan stað.
Hausinn vill oft meina það að aðeins í gegnum hann hafi hluti vægi, en listin er óræðari en svo. Hausinn er besta tækið til undirbúnings, en innsæið til þess að framkalla líf. Því þegar uppi stendur þá er leikstjórinn fyrsti áhorfandinn og er í raun að hanna virkni leikenda á áhorfendans.
Og það er annað sem þýskir leikarar hafa svo sterk, sem er svo gaman að vinna með, en það er meðvitund um virkni. Þetta kemur vissulega beint frá Shakespeare með stuttu en mikilvægu stoppi í meistara Brecht. Post-Brecht er hinn þýski leikari ekki aðeins skapari sjálfstæðrar persónu heldur er hann leiðsla fyrir samfélagslega gagnrýni, sýn, skoðun eða komment.
Sem gerir svo vinnu leikstjórans ennþá áhugaverðari því að rýmið sem spilað er með verður við það opnara en um leið flóknara.
En nóg um það í bili.
Júní er ég svo í raun ferlega rólegur, lítill skóli, auðvelt að vera til og verður sá tími nýttur vel til lestra og skrifta.
En þangað til er það ánægjuleg vinna.
gerist lífið betra?
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)