sunnudagur, maí 11, 2008

Góðan daginn

Ég hef verið beðinn um að halda aftur af útlistunum mínum á veðráttu hérna megin atlantshafsins.

Þessi ritskoðunarkrafa kom frá Íslandi þar sem veðrið er yfirleitt ömurlegt, og fór víst eitthvað fyrir brjóstið á lesendum þessarar síðu (sem jú flestir eru íslendingar) að ég skildi sífellt tala um sólina og vorið og sólgleraugun og fallegu konurnar sem svona veður framkallar.

Eftir töluverða íhugun hef ég ákveðið að verða við þessari beiðni,enda þykir mér vænt um lesendur mína, og vil síst af öllum valda skaða með lýsingum á veðráttu sem Íslendingar njóta sjaldan ef nokkur tímann.

En sumsé...

Vorið er tími hugmyndanna. Ég er við það að klára skólann og er því farinn að horfa fram á veginn. Og ég hlakka í raun verulega til að sjá hvað verður. Ég hef ekkert ákveðið. Mig langar að grufla í heimildarmyndum, leikhúsi, hugmyndavinnu, skrifum og fleiru og ég held hreinlega að ég muni leyfa mér að gera það. Leyfi mér að fljóta.

Ég býst við því að vera heima í sumar, langar að upplifa náttúruna og vera þarna í einhvern tíma. Ekki bara kíkja við og pressast í það að heimsækja alla,heldur einfaldlega að vera þarna og njóta þess í friði.

Svo er ég búinn að leggja niður fyrir mig hvað ég ætla að skrifa næst og ég er svona að legja drögin að þeirri vinnu núna.

Og svo er ég auðvitað að leikstýra. Það eru 3 vikur í frumsýningu og ég hlakka bara til þess að fara inn í síðasta fasann. Það er létt yfir vinnunni, afslappað andrúmsloft og hlutirnar liggja bara einhvernveginn.

Ég er í raun búinn að skissa verkið upp og get því leyft mér að stunda tilraunir á næstu vikum með verkið, reyna á þanþol þess og möguleika. Eins og maður vill gera með verk sín. Ég er glaður yfir að hafa hitt á þennan hóp, þetta leikhús, sem er tilbúið að fara í svona spennandi ferðalag.

Það er ekki áhættulaust að vinna svona, ef mikið óöryggi er fyrir hendi þá þýðir lítið að ætla sér að vera bara slakur og sjá hvað kemur, vita innst inni hvað maður vill en vera ekki að pressa því heldur að matcha fantasíu leikarans við fantasíu leikstjórans og treysta því að mótunin, sem byggir á innsæinu frekar en hugvitinu, muni skila manni á góðan stað.

Hausinn vill oft meina það að aðeins í gegnum hann hafi hluti vægi, en listin er óræðari en svo. Hausinn er besta tækið til undirbúnings, en innsæið til þess að framkalla líf. Því þegar uppi stendur þá er leikstjórinn fyrsti áhorfandinn og er í raun að hanna virkni leikenda á áhorfendans.

Og það er annað sem þýskir leikarar hafa svo sterk, sem er svo gaman að vinna með, en það er meðvitund um virkni. Þetta kemur vissulega beint frá Shakespeare með stuttu en mikilvægu stoppi í meistara Brecht. Post-Brecht er hinn þýski leikari ekki aðeins skapari sjálfstæðrar persónu heldur er hann leiðsla fyrir samfélagslega gagnrýni, sýn, skoðun eða komment.

Sem gerir svo vinnu leikstjórans ennþá áhugaverðari því að rýmið sem spilað er með verður við það opnara en um leið flóknara.

En nóg um það í bili.

Júní er ég svo í raun ferlega rólegur, lítill skóli, auðvelt að vera til og verður sá tími nýttur vel til lestra og skrifta.

En þangað til er það ánægjuleg vinna.

gerist lífið betra?

Þorleifur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndislegt að heyra hvað lífið leikur við þig :) Vonandi fáum við hjónin að sjá þig eitthvað í sumar.. hef ekki séð þig í alltof mörg ár. En ég ennþá jafn ógeðslega skemmtileg og alltaf.. hahahaha

Hafðu það gott og break a leg í sýningunni

kv. IBB

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Segjum tvö, skemmtilegheit mitt aðalsmerki...

;)