föstudagur, mars 25, 2005

Góða kvöldið

Þetta er náttúrulega algert rugl. Hvað er þetta. Stöð 2 (ég er ekki kominn lengra í vefbrásun í kvöld) er með 35 mínútna aukafréttatíma til að dokúmentera LENDINGU Bobby Fischer.

Það er eins og heimstyrjöld sé hafin, svo mikið er í þetta lagt. Það er eitthvert mannsgrey að röfla um þotuhreyfla og lofthraða, lýsandi Reykjavíkurhöfn og tala um veðrið... Hann hefur ekkert að segja og því endurtaka þeir röflið upp úr hvorum örðum, algert grín.

Þetta er eins og að horfa á útvarpsleikrit í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Og það sem er alvarlegt við þetta er hversu uppteknir fjölmiðlamenn eru að sjálfum sér því að þetta er nú umfram allt þeirra mál.

Og svo stendur einhver hópur þarna og syngur "Bobby Fischer" eins og þegar landshlutasamband trukkabílstjóra á Reyðarfirði fögnuðu amerísku álversrisunum og Íraksstríðsverktökunum á austurlandi forðum.

Til að ná utan um það sem ég er að reyna að segja, þá blöskrar mér minnimáttarkenndin sem þetta minniháttar atvik sýnir á íslensku þjóðarsálinni og sem íslenskir fjölmiðlar sýna.

Þetta er fársjúkur maður sem við erum að velta okkur uppúr!

Það er reyndar athugandi hvað íslendingar eru mikið fyrir að velta sér uppúr útlendum geðsjúklingum, samanber Líonchí!

Ég nenni ekki að skrifa meira um þetta mál í bili en endurtek að ég dauðskammast mín fyrir ísland í dag, og sýnir enn og aftur að við erum með okkar litla mætti að sýna að við erum þjóð meðalþjóða!

Góðar stundir

Þorleifur
Gistiheimilinu Ás

þriðjudagur, mars 22, 2005

Góða kvöldið

Þetta er æfingaráætlunarblogg!

Þriðjudagur

Klukkan 11.00 - 11.30
Atriði 10
Ugla, Logi

Klukkan 11.30 - 12.30
Atriði 11 (þáttur Þórunnar og Loga)
Þórunn, Logi og Ugla

12.30 - 13.00
Atriði 10 (lokin þegar Hrafnar finna Unnar)
Huginn, Grettir, Þórunn, Axel, Unnar

13.00 - 14.30
Atriði 11 ( öll senan frá upphafi til enda, með sögumanni og dómara)
Allir (Allir leikarar og Prímastelpur)

14.30 - 16.00
Hér fer það eftir því hvort Huginn kemst hvort við förum í 12 atriði eða við vinnum betur það sem hingað til er komið (seinni hluti frá upphafi fram að 11 atriði)

16.00 - 17.00 (og kannski lengur)
Vinna með búninga og svo framvegis.

STuttur matur og svo rennsli. EFtir rennsli er málningarvinna, búningavinna og það sem þarf að gera til þess að ferðalangar séu tilbúnir til þess að fara suður.

Miðvikudagur

Vinna upp það sem farið hefur á mis vegna veikinda Hugnis og laga seinni hluta. Við myndum þá einnig reyna að klára fram að enda mínus sögumaður og Prímastelpur sem eru að fara að syngja á GETTU BETUR. Við horfum vissulega saman á keppnina.

Og svo er bara að muna að koma með góða skapið, vinnusiðferðið, einbeitinguna og spenninginn fyrir því sem við erum að gera. Hlakka til þess að sjá ykkur á morgun!

Þorleifur

sunnudagur, mars 20, 2005

Þá er komið að hinum tilviljanakennda norðlenska stuttung...

Það er gott að vera hér í rónni á Akueyri. Maður hefur tíma til þess að slappa af, hjóta lífsins og missa af öllu pólitíska ruglinu sem á sér stað í "nafla alheimsins -Reykjavík".

Það sem ég mun missa af er til dæmis að taka mér skoðanaferð inn í Rúv þann fyrsta Apríl næstkomandi og fylgjast með Auðni taka við embætti. Það ætti að vera fróðlegt...

Auðunn: Halló

Þögn

Auðunn: Halló, ég er fréttastjóri...

Þögn

Auðunn: Halló (bergmál)

Allir viðstaddir láta eins og það sé enginn í herberginu. Í fjarska heyrast lesnra fréttir í útvarpi.

Auðunn: Hey, það er ekki búið að sýna mér fréttirnar sem verið er að lesa.

Hann hlustar á fréttirnar. Hann er engist af stressi. Fyrsta frétt er meinlaus. Næsta frétt hefst á orðinu "Framsóknarflokkurinn". Auðunn missir þvag, hleypur sviðs vinstri og kippir úr sambandi. Myrkur á sviðinu.

Auðunn (í myrkri): ÉG sagði, ég er fréttastjóri! (Bermál)

Þögn


En svo er það annað mál að kannski get ég bara orðið vitni að þessu í útvarpi allra landsmanna hér norðurfrá, en sjón er sögu ríkari!

Þorleifur

Kaffi Karólína
Var búinn að gleyma að það er komið páskafrí!

Það er komin ný og endurbætt æfingaráætlun!

Látið vita ef eitthvað kemur upp á!

Þorleifur