sunnudagur, mars 20, 2005

Þá er komið að hinum tilviljanakennda norðlenska stuttung...

Það er gott að vera hér í rónni á Akueyri. Maður hefur tíma til þess að slappa af, hjóta lífsins og missa af öllu pólitíska ruglinu sem á sér stað í "nafla alheimsins -Reykjavík".

Það sem ég mun missa af er til dæmis að taka mér skoðanaferð inn í Rúv þann fyrsta Apríl næstkomandi og fylgjast með Auðni taka við embætti. Það ætti að vera fróðlegt...

Auðunn: Halló

Þögn

Auðunn: Halló, ég er fréttastjóri...

Þögn

Auðunn: Halló (bergmál)

Allir viðstaddir láta eins og það sé enginn í herberginu. Í fjarska heyrast lesnra fréttir í útvarpi.

Auðunn: Hey, það er ekki búið að sýna mér fréttirnar sem verið er að lesa.

Hann hlustar á fréttirnar. Hann er engist af stressi. Fyrsta frétt er meinlaus. Næsta frétt hefst á orðinu "Framsóknarflokkurinn". Auðunn missir þvag, hleypur sviðs vinstri og kippir úr sambandi. Myrkur á sviðinu.

Auðunn (í myrkri): ÉG sagði, ég er fréttastjóri! (Bermál)

Þögn


En svo er það annað mál að kannski get ég bara orðið vitni að þessu í útvarpi allra landsmanna hér norðurfrá, en sjón er sögu ríkari!

Þorleifur

Kaffi Karólína

Engin ummæli: