Góða kvöldið
Enn á ný tek ég mér hlé frá því að taka mér frí þegar kemur að þessum skrifum mínum.
Kannski þetta sé leið til þess að viðhalda geðheilsunni þar sem ég sit á hótelherbergjum heimsins, skapandi listaverk í hverfileika tímans. Leið til þess að halda utan um hinn svokallaða tíma, þessu afli sem við aðeins getum skynjað þegar það er liðið.
Pétur Gautur er verkefni nútíðarinnar.
Þetta magnaða verk sem ég hef borið í maganum í að verða fjórðung úr öld.
Það er ekki létt að setja verk upp sem þú veist meira um en þér er gott. Verk þar sem ímyndin er a köflum orðin raunveruleikanum sterkari (eins og í bankakerfinu).
En það er líka mögnuð áskorun.
Og nú eftir fyrstu vikuna trúi ég því að þetta geti barasta hreinlega orðið eitthvað.
Þorleifur
föstudagur, ágúst 06, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)