Góðan daginn
Ég lofaði því að það myndi fylgja myndasyrpa leikritaskrifunum. Þegar á reyndi þá var það ekki eitthvað sem mig langaði að gera.
En ég ákvað þó að láta mynd af mér við lok skrifanna fylgja með. Og þetta er hún.
ég hef sent verkið út til kommenta og vona að þau verði jafn góð og hingað til.
Þetta var brjálæðislegt ferli, meðfram öllu hinu sem ég er búinn að vera að bralla, en ótrúlega lærdómsríkt.
Það sem mér hefur lærst á skrifunum hingað til var að hvað sem allri pólitík viðkemur þá verða verk að vera um manneskjur. Og í gegnum þær er svo hægt að koma að alls konar málum. Ástæðan er einfaldlega sú að manneskjur tengja ekki við hugtök, þau tengja við aðrar manneskjur, og því til þess að það hafi einhvern slagkraft þurfa manneskjur að lenda í einhverju í aðstæðum sem áhorfendanum er skiljanlegt. Eða allaveganna meðtakanlegt.
Og þetta var það sem ég hef reynt með þetta verk og samkvæmt því sem fólkið sem ég treysti og er í kringum mig er að segja mér hefur það tekist ágætlega. En svo er að sjá þegar maður fer að setja þetta á svið...
En allaveganna er fyrsta hindrunin að baki. Nú taka við endurskrifin...
Andskotans endurskrifin...
Púff!
Góðar stundir
Þorleifur Örn Arnarsson
Berlín
þriðjudagur, desember 12, 2006
sunnudagur, desember 10, 2006
Góða kvöldið
ég var að koma aftur frá Liege í Belígu þar sem ég er að fara að setja upp leiksýningu í Febrúar. Verkefnið er skipulagt af Thomas Ostermeier, einum helsta leikstjóra Þýskalands. Leiklistarhátíðin fjallar um pólitískt leikhús og stríð þannig að það liggur ekkert sérstaklega langt undan hvað mig snertir.
Verkið heitir 7 Sekúntur og er verk eftir Falk Richter
sem er hirðleikskáld og leikstjóri við Schaubuehne í Berlín (leikhús Ostermeier).
Verkið er post dramatískt þó ekki verði meira sagt, engin eiginleg samtöl heldur er þarna um að ræða lýsingar á hermönnum og upplifunum þeirra, en tengist svo inn í hlutverk medíunnar, sýndarveruleika nútímans og hvaða áhrif það hefur á atburði eins og stríð.
Þetta er spennandi þema, en afar erfitt í sviðsetningu.
Einnig er spennandi að koma í svona borg eins og Liege, sem liggur undir þungu þunglyndisskýi. Það bókstaflega lak af húsunum.
Iðnaðarborg sem er að hruni komin enda eru námurnar og iðnaðurinn farinn og henni hefur ekki tekist að komst inn í þjónusugeimið.
Ég byrja að vinna þar 1.feb. Það er 2 dögum eftir frumsýningu mína í Borgarleikhúsinu á Eilífri hamingju þannig það er mikið að gera svo ekki sé meira sagt.
Það verður spennandi að vinna með Ostermeier, allaveganna vantar ekki pressuna. En það er eins gott að venja sig við hana ef maður ætlar sem að komast eitthvað áfram í þessum harða heimi hér, í heimi þar sem leikhúsið er ennþá að reyna á þolrif samfélagsins, er ekki aðeins orðið skemmtanaform.
Skellti þessari mynd inn þar sem mér þótti hún skemmtileg í ljósi skýrslunnar sem var að koma út eftir góðvin Bush fjölskyldunnar þar sem hann ákvað að koma litla kút í bobba. Kannski hans tími sé liðinn.
Góðar stundir.
Þorleifur Örn Arnarsson
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)