fimmtudagur, apríl 28, 2005

Godan daginn

Aftur kominn a utlenska internetkaffihusatolvu, en hvad er tad til tess ad stoppa mann?

Berlin tok a moti okkur Meri bjort og fogur. Og nu sem verdandi heimili. Su skynjun a borginni er vissulega onnur en hingad til tar sem buseta var fjarlaegur draumur, en nu se eg hus a hverju horni sem mogulega gaeti ordid okkur heimili, hverfi sem kalla a mig og kaffihus sem eg er ad vega og meta sem "kaffibrennsla" Berlinar.

SIdan eftir ruma viku hefst vinnuferdin sem eg er her i. Forum des junge teateranbehoriger verudspennandi vettvangur til tess ad kynnast tvi sem her er ad gerast, folki sem starfar her i leikhusinu, nyjustu straumum og stefnum og umfram allt hugsa og anda leikhusi i 2 vikur (16 tima a dag tvi ofurskipulag verdur ekki af tjodverjum tekid).

Eg verd a namskeidi sem heitir "text und Teater" med leikhusmanni ad nafni Lucas Barfuss. Hann er skald og leikstjori sem bad okkur ad skila til hans uppahalds leikrit og tvi sem okkur felli sist. Og tetta vard erfid spurning. Hvad er lelegasta leikhus sem eg hef sed? Tad er af svo morgu ad taka...

En ad lokum akvad eg ad tilgreina Petur Gaut sem uppahaldsverk og Hamlet tad lelegasta. Tad geri eg ekki endilega af tvi ad mer finnst Hamlet svo lelegt heldur frekar ad fraegd og umraedan um tad verk er ekki i neinu samraemi vid innihald. I raun er hamlet litid annad en 16 aldar sapuopera tar sem sjalfumgladur, dekradur, tunglindur, hrokafullur og eigingjarn unglingur er i stridi vid heiminn tvi ad honum finnst sem hann hafi verid beittur ranglaeti. I kjolfarid daemir hann alla, eidileggur nokkur lif og endar svo a tvi ad drepa alla adur en hann drepst loks sjalfur. Sidustu 3 bls HAmlet eru natturuleg bara grin, svona eins og klipptar ut ur tattunum "DAys of our lifes" starring Joey from Friends.

Barfuss bad um rifrildisuppastungur, eg aetla svo sannarlega ad maeta med eina!

REyndar kom fram ad eg aetti ad maeta med Laptop tolvuna mina svo eg geri rad fyrir ad eg se ad fara ad skrifa verk a tysku (sem aetti ad vera forvitnilegt!)

En nog i bili...

Bid ad heilsa

Thorleifur
Berlin

sunnudagur, apríl 24, 2005

Góðan daginn

Helsinki er ekki svo frábrugðin Íslandi. Hér kom ég fyrir viku í sól og blíðu. Lagði þykka leðurjakkanum og tók upp léttari fatnað, oft nefndan (skringilega þykir mér oft á íslandi) sumarfatnað.

Og það var ekki að spyrja að því, þegar ég var loks búinn að pakka draslinu niður og koma því fyrir þá lækkaði hitastigið um 15 gráður og fór að snjóa. Svona getur heimurinn varið ósanngjarn...

Ég var annars í leikhúsi í gær. Hitti gamlan vin minn, leikarann Frank Skog, og hann dór mig með á útskriftasýningu í TEAK (finnski leiklistarskólinn). Mér þótti umfjöllunarefnið sérlega spennandi og vildi ólmur með.
Verkið var svona crossover á milli Survivor og Lord of the Flies. ALveg frábær hugmynd. En því miður ekkert meira en það.

Í tvo tíma sat ég undir hugmyndasnauðustu uppsetningu sem ég hef séð. Ég held barasta að ég hafi ekki séð þessu líkt síðan ég sá Boðorðin 9 í Borgó hér um árið.

Það er mér hulin ráðagáta að leikstjórinn (sem sat fyrir aftan mig) skyldi láta þetta fara fyrir almennings sjónir.

Strax frá byrjun þá voru þessir tuttugu krakkar eða svo sem á sviðinu stóðu geiflandi sig og grettandi (og með því að gefa í skyn, geri ég ráð fyrir, að þau væru börn). Nú eftir það fór þetta bara niður á við. Aftur og aftur sprungu þau út í söng sem undarlegt nokk var byggður á tónlist frá "renesans" tímabilinu og það án nokkurrar ástæðu. Ef þau voru ekki að syngja eða geifla sig þá voru þau í einhverri hrikalegri kóreógrafíu. Hún átti eflaust að segja manni eitthvað um innra ástand krakkanna en ekki bara mistókst það heldur var sem engin hafi samið neitt af kórógrafíunni og hvað þá útskýrt fyrir leikaragreyjunum (sem voru að reyna að gera sitt besta). Þannig að þetta endaði í því að það voru meira og minna allir að skekja sig í einhverri semi akróbatíu en bæði merkingarlaust og illa samstillt.

Nú, maður hefði haldið að þú hefðir ágætan efnisvið í verk með sterka uppbyggingu, sterka persónuleika og flotta birtingarmynd á ofbeldi og misþyrmingum. En ekkert af þessu var sjáanlegt. Þess í stað leið það áfram tilbreytingalaust frá upphafi til enda og það var aldrei neinn stórmunur á því hvort verið var að deyða fólk eða grínast með því. OG loks þegar SKIPSTJÓRINN/LEIKJASTJÓRNANDINN!!! kom og sagði okkur öllum að þetta hafði verið leikur (og útskýrði þar með af hverju það hafði verið einhver manneskja að væflast um með kameru alla sýninguna)þá grétu áhorfendur af gleði og héldu að nú væru ósköpin á enda.

Nei, það var ekki svo gott. Nú þurftum við að sitja undir viðtölum við alla 20 a la Survivour og það í örugglega korter (sem er óhugnarlega langt í leikhús, þá sérstaklega í lok afskaplega leiðinlegrar sýningar). EN svo var þetta búið að maður fékk að fara út. (var að pæla í því að labba út í miðri sýningu en ákvað að það væri ekki fallegt að þramma út yfir sviðið því það var eina leiðin út).

OG það er kannski það góða við vont leikhús, maður er svo feginn að komast út!

Eins og ég sagði í upphafi þá er ég að fara til Berlínar á miðvikudaginn að leita mér að íbúð og fara á leiklistarhátið.

Ég mun blogg um þær sýningar sem ég sé úti...

Góðar stundir

Þorleifur