Góða kvöldið
Smá komment á umræðuna um Mao bókina hennar Jung Chang.
Ég tók þessa bók til lestrar enda orðið töluvert hrifinn af bók hennar um strit og líf kvennanna í fjölskyldu hennar.
Hafði það svo í bakhöndinni að foreldrar mínir hefðu farið sem sérlegir fulltrúar íslenskra listamanna til Kína árið 1971, í andarslitrum menningarbyltingarinnar, og ég lifði með sögunum sem þau sögðu mér.
Það var vissulega bland aðdáunar og krítíkur sem þær sögur báru með sér (eins og flest í heiminum í raun og veru er við nánari eftirgrennslan).
Þegar ég svo stal Mao bókinni hennar systur minnar og tók með mér til Finnlands þá hlakkaði ég mikið til.
Mér fannst strax í bókinni að þarna væri um algerlega einhliða frásögn að ræða. Svo einhliða að um miðbik bókarinnar, eftir kaflan um uppbyggingu búrókrasínnar (einhver magnaðasta kennslubók í uppbyggingu einvelda sem ég hef lesið), þá hreinlega gafst ég upp. Ég nennti ekki meiru.
Ekkert er frá Maó tekið hvað varðar illmennsku hans og fyrirlitlegra aðgerða þó svo á mann renni tvær grímur við lestur svo grímulauss haturs á viðfangsefninu.
Þegar farið er að túlka ljóðin hans frá unglingsárunum, þar sem hann sér allt í dimmu og vonleysi, sem lýsandi dæmi um hatur hans á manneskjunni þá hlýt ég að vera sekur um álíka mannvonsku (er líka uppgjafar þunglyndisskáld frá unglingsárunum), þegar því er haldið fram að hann hafi ekki stigið eitt skref í göngunni löngu önnur en þau til þess að traðka þræla hans og burðarmenn til dauða þá verður þetta fljótlega aðeins hjákátlegt.
Og það sem maður á kannski erfiðast með að skilja með þessum skrifum er það að af nógu er að taka vilji maður reyna að brjóta á bak aftur goðsögnina um Maó, ekki er nauðsyn á því að túlka allt a versta veg og gera það af svo mikilli heiftúð að hinn venjulegi lesandi kvekkist við.
Að þessu leyti er þessi bók algerlega misheppnuð og tekst alls ekki ætlunarverkið, það er að hvetja aðra til haturs, vegna þess að sparka í liggjandi fólk, jafnvel þó svo viðkomandi sé fyrirlitlegur, veitir engum venjulegum manni ánægju.
Þorleifur
Ísland
laugardagur, desember 15, 2007
miðvikudagur, desember 12, 2007
Góða kvöldið
nú liggur fyrir alþingi frumvarp sem snýst um það að breyta þingsköpum. Þarna eru margar góðar og gildar breytingar að finna.
Heppilegt er að stjórnarandstöðuformenn og þingmenn sem þurfa að dvelja langdvölum úti á landi fái aðstoðarmenn, gott er að þingmenn geti oftar borið upp spurningar til ráherra(frúa). Um þetta er vart hægt að deila. Þingmenn þurfa að komast yfir mikið magn upplýsinga á sama tíma og þeir þurfa að sinna sínum heimahögum, er því gott fyrir upplýsingu og lýðræði að þeir fái til þess nauðsynlega aðstoð. Sama á við um stjórnaranstöðuleiðtoga sem þurfa að hafa góða yfirsýn.
En svo liggur líka fyrir breytingartilaga um að takmarka ræðutíma í annari umferð sem nú er ótakmarkaður.
Þarna stoppar maður aðeins við.
Í raun er þetta ekki slæmt ef ekki væri fyrir það að stjórnaraðstaða á Íslandi er óttalega máttlaus til þess að berjast gegn málum (sérstaklega þegar um sterka stjórn er að ræða). Þó vissulega hafi ákvæðið um ótakmarkaðan ræðutíma ekki verið hannað til málþófs þá er hægt að nýta það til þess að tefja mál og jafnvel (ef nóg er undir) koma í veg fyrir afgreiðslu mála.
Að misnota heimildir er vissulega áhættusamt, því ef ekki liggur að baki nógu góður rökstuðningur þá er misnotkunin einvörðungu til trafala, og gjaldfellir jafnvel hugmyndina að misnotkuninni. En hins vegar geta vissulega komið upp þær aðstæður að bráð nauðsyn sé á stjórnarandstöðu sem töggur er í. Og sé því þetta ákvæði fjarlægt þá er einnig búið að fjarlægja sterkasta vopn upplýstrar stjórnarandstöðu til þess að standa gegn málum.
Vissulega má deila um þau málþof sem stjórnarandstaðan stóð fyrir á undanförnum árum, flest voru þau óþörf og drógu þar með úr vægi þess að notast við málþófið. En hinsvegar má benda á mál sem fjölmiðlafrumvarpið, þar sem málþófi var beitt, og vakti mikla athygli á málinu (reyndar skaðaði ekki að verið var að ræða um lög gegn upplýsingaveitunni).
til samanburðar má benda á málþófsréttinn (Filibuster) í Bandaríkjunum sem er sterkasta vopn minnihluta í efri fulltrúadeildinni (Senat) og hefur notkun á málþófi þar bæði komið í veg fyrir að mál næðu í gegn sem og hótanir um málþóf sé til þess að mál yrðu ekki lögð fram. Repúblíkanar reyndu á síðasta þingi að fella þetta akvæði úr gildi, það er þangað til þeim datt í hug að þeir gætu tapað kosningum og þyrftu þá etv. að nýta sér slíkan rétt.
Auðvitað væri best í máli sem þessu að komið væri inn heimild til stjórnarandstöðu þar sem hún getur á einhvern hátt haft áhrif á mál stjórnarinnar. Einhverskonar aðhaldsákvæði. en þar sem ekki er nokkur möguleiki á að slíkt ákvæði næði fram að ganga þá held ég að við búum við sterkara lýðræði ef þessu ákvæði væri ekki breytt.
Og þá væri það á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að misnota það ekki og gjaldfella þar með endanlega hugmyndina sem að baki stendur.
nú liggur fyrir alþingi frumvarp sem snýst um það að breyta þingsköpum. Þarna eru margar góðar og gildar breytingar að finna.
Heppilegt er að stjórnarandstöðuformenn og þingmenn sem þurfa að dvelja langdvölum úti á landi fái aðstoðarmenn, gott er að þingmenn geti oftar borið upp spurningar til ráherra(frúa). Um þetta er vart hægt að deila. Þingmenn þurfa að komast yfir mikið magn upplýsinga á sama tíma og þeir þurfa að sinna sínum heimahögum, er því gott fyrir upplýsingu og lýðræði að þeir fái til þess nauðsynlega aðstoð. Sama á við um stjórnaranstöðuleiðtoga sem þurfa að hafa góða yfirsýn.
En svo liggur líka fyrir breytingartilaga um að takmarka ræðutíma í annari umferð sem nú er ótakmarkaður.
Þarna stoppar maður aðeins við.
Í raun er þetta ekki slæmt ef ekki væri fyrir það að stjórnaraðstaða á Íslandi er óttalega máttlaus til þess að berjast gegn málum (sérstaklega þegar um sterka stjórn er að ræða). Þó vissulega hafi ákvæðið um ótakmarkaðan ræðutíma ekki verið hannað til málþófs þá er hægt að nýta það til þess að tefja mál og jafnvel (ef nóg er undir) koma í veg fyrir afgreiðslu mála.
Að misnota heimildir er vissulega áhættusamt, því ef ekki liggur að baki nógu góður rökstuðningur þá er misnotkunin einvörðungu til trafala, og gjaldfellir jafnvel hugmyndina að misnotkuninni. En hins vegar geta vissulega komið upp þær aðstæður að bráð nauðsyn sé á stjórnarandstöðu sem töggur er í. Og sé því þetta ákvæði fjarlægt þá er einnig búið að fjarlægja sterkasta vopn upplýstrar stjórnarandstöðu til þess að standa gegn málum.
Vissulega má deila um þau málþof sem stjórnarandstaðan stóð fyrir á undanförnum árum, flest voru þau óþörf og drógu þar með úr vægi þess að notast við málþófið. En hinsvegar má benda á mál sem fjölmiðlafrumvarpið, þar sem málþófi var beitt, og vakti mikla athygli á málinu (reyndar skaðaði ekki að verið var að ræða um lög gegn upplýsingaveitunni).
til samanburðar má benda á málþófsréttinn (Filibuster) í Bandaríkjunum sem er sterkasta vopn minnihluta í efri fulltrúadeildinni (Senat) og hefur notkun á málþófi þar bæði komið í veg fyrir að mál næðu í gegn sem og hótanir um málþóf sé til þess að mál yrðu ekki lögð fram. Repúblíkanar reyndu á síðasta þingi að fella þetta akvæði úr gildi, það er þangað til þeim datt í hug að þeir gætu tapað kosningum og þyrftu þá etv. að nýta sér slíkan rétt.
Auðvitað væri best í máli sem þessu að komið væri inn heimild til stjórnarandstöðu þar sem hún getur á einhvern hátt haft áhrif á mál stjórnarinnar. Einhverskonar aðhaldsákvæði. en þar sem ekki er nokkur möguleiki á að slíkt ákvæði næði fram að ganga þá held ég að við búum við sterkara lýðræði ef þessu ákvæði væri ekki breytt.
Og þá væri það á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að misnota það ekki og gjaldfella þar með endanlega hugmyndina sem að baki stendur.
þriðjudagur, desember 11, 2007
Góðan daginn
Þá er maður kominn aftur á heimaslóðir.
Reyndar var heimkoman með glæfralegasta móti. nú er ég maður ekki flughræddur og hef tilturulega gaman af rússibönum og slíku en ég get tæpast mælt með því að lenda í 40 metrum á sekúntu.
Vélin hristist og skalf, og í fyrsta aðfluginu, er við vorum komin í hæð við ljósastaurana sem þekja heiðina þá gaf flugstjórinn allt í einu allt í botn (fór ekki fram hjá mér þar sem ég sat við hlið hreyfilsins) og við skutumst á ný upp í loftið. Hin huggulega flugfreyja, sem reynst hafði mér og kvefinu mínu sérlega góð á leiðinni, varð heldur föl milli freknanna og er við komum inn í annað skiptið og flugvélin nötraði meira en í fyrsta aðfluginu var ég farin að búa mig undir það að dvelja yfir nótt í hinu huggulega bæjarstæði Egilstöðum.
En flugstjórinn (sem reyndist svo vera að mér sýndist 17 ára gamall frakki) ákvað að láta slag standa og bomba okkur niður. Og það var það sem hann gerði. Við skullum niður með þvílíkum látum að vélin hossaðist nokkurum sinnum áður en hún rétti sig af og keyrði í mestu makindum, eins og ekkert væri, inn að flugstöðvarbyggingunni.
Þar sátum við svo föst í klukkutíma áður en okkur var hleypt frá borði, enda of hvasst fyrir rannan að komast að vélinni.
hálftíma seinna lék svo hreinsandi fjallaloftið um kollinn og var sem aldrei hafði hvesst.
Dagurinn í dag svo notaður til þess að ná áttum, heilsa upp á vini og kunningja og njóta þess að vera, eftir langt hlé, kominn aftur heim.
Góðar stundir
Þorleifur
Ísland
Þá er maður kominn aftur á heimaslóðir.
Reyndar var heimkoman með glæfralegasta móti. nú er ég maður ekki flughræddur og hef tilturulega gaman af rússibönum og slíku en ég get tæpast mælt með því að lenda í 40 metrum á sekúntu.
Vélin hristist og skalf, og í fyrsta aðfluginu, er við vorum komin í hæð við ljósastaurana sem þekja heiðina þá gaf flugstjórinn allt í einu allt í botn (fór ekki fram hjá mér þar sem ég sat við hlið hreyfilsins) og við skutumst á ný upp í loftið. Hin huggulega flugfreyja, sem reynst hafði mér og kvefinu mínu sérlega góð á leiðinni, varð heldur föl milli freknanna og er við komum inn í annað skiptið og flugvélin nötraði meira en í fyrsta aðfluginu var ég farin að búa mig undir það að dvelja yfir nótt í hinu huggulega bæjarstæði Egilstöðum.
En flugstjórinn (sem reyndist svo vera að mér sýndist 17 ára gamall frakki) ákvað að láta slag standa og bomba okkur niður. Og það var það sem hann gerði. Við skullum niður með þvílíkum látum að vélin hossaðist nokkurum sinnum áður en hún rétti sig af og keyrði í mestu makindum, eins og ekkert væri, inn að flugstöðvarbyggingunni.
Þar sátum við svo föst í klukkutíma áður en okkur var hleypt frá borði, enda of hvasst fyrir rannan að komast að vélinni.
hálftíma seinna lék svo hreinsandi fjallaloftið um kollinn og var sem aldrei hafði hvesst.
Dagurinn í dag svo notaður til þess að ná áttum, heilsa upp á vini og kunningja og njóta þess að vera, eftir langt hlé, kominn aftur heim.
Góðar stundir
Þorleifur
Ísland
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)