Góða kvöldið
Smá komment á umræðuna um Mao bókina hennar Jung Chang.
Ég tók þessa bók til lestrar enda orðið töluvert hrifinn af bók hennar um strit og líf kvennanna í fjölskyldu hennar.
Hafði það svo í bakhöndinni að foreldrar mínir hefðu farið sem sérlegir fulltrúar íslenskra listamanna til Kína árið 1971, í andarslitrum menningarbyltingarinnar, og ég lifði með sögunum sem þau sögðu mér.
Það var vissulega bland aðdáunar og krítíkur sem þær sögur báru með sér (eins og flest í heiminum í raun og veru er við nánari eftirgrennslan).
Þegar ég svo stal Mao bókinni hennar systur minnar og tók með mér til Finnlands þá hlakkaði ég mikið til.
Mér fannst strax í bókinni að þarna væri um algerlega einhliða frásögn að ræða. Svo einhliða að um miðbik bókarinnar, eftir kaflan um uppbyggingu búrókrasínnar (einhver magnaðasta kennslubók í uppbyggingu einvelda sem ég hef lesið), þá hreinlega gafst ég upp. Ég nennti ekki meiru.
Ekkert er frá Maó tekið hvað varðar illmennsku hans og fyrirlitlegra aðgerða þó svo á mann renni tvær grímur við lestur svo grímulauss haturs á viðfangsefninu.
Þegar farið er að túlka ljóðin hans frá unglingsárunum, þar sem hann sér allt í dimmu og vonleysi, sem lýsandi dæmi um hatur hans á manneskjunni þá hlýt ég að vera sekur um álíka mannvonsku (er líka uppgjafar þunglyndisskáld frá unglingsárunum), þegar því er haldið fram að hann hafi ekki stigið eitt skref í göngunni löngu önnur en þau til þess að traðka þræla hans og burðarmenn til dauða þá verður þetta fljótlega aðeins hjákátlegt.
Og það sem maður á kannski erfiðast með að skilja með þessum skrifum er það að af nógu er að taka vilji maður reyna að brjóta á bak aftur goðsögnina um Maó, ekki er nauðsyn á því að túlka allt a versta veg og gera það af svo mikilli heiftúð að hinn venjulegi lesandi kvekkist við.
Að þessu leyti er þessi bók algerlega misheppnuð og tekst alls ekki ætlunarverkið, það er að hvetja aðra til haturs, vegna þess að sparka í liggjandi fólk, jafnvel þó svo viðkomandi sé fyrirlitlegur, veitir engum venjulegum manni ánægju.
Þorleifur
Ísland
laugardagur, desember 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Datt inn á þessa síðu eftir að hafa séð komment frá þér á síðu Egils Helgasonar. Mjög sammála þér varðandi þessa skelfilegu bók um Maó. Kannski dæmigert að hægri elítan heima hafi kokgleypt grínið...annars er ég sjálfur Berlínarbúi. Kveðja frá Lichtenberg, Eiríkur Sturla Ólafsson
Sæll Eiki
Já, Berlín er ekki als ónýt. Ég skil ekki alveg þennan slag útaf þessari bók. Þetta er svona svipað eins og þegar menn sem stóðu gegn Íraksstríðinu voru sakaðir um að styðja Saddam. Svart hvítt getur aldrei verið grundvallarforsenda upplýstrar umræðu.
Þorleifur
Skrifa ummæli