fimmtudagur, mars 06, 2008

Góðan daginn

Persónulega tímibilið á enda, nú sný ég mér aftur að skoðunum á hinu og þessu, besserwisserhætti og yfirlæti. Enda fer það mér betur.

Ég sat með mági mínum sem er að fara að vinna með mér leikmyndina í Schwerin í A Þýskalandi. Verkið, Gegen die Wand, er verk byggt á bíómynd en gáfnandrið sem skrifaði handritið upp úr myndinni fannst grunnur myndarinnar (ung kona í múslímsku heimi í Berlín) ekki nógu intellectual og tók það því bara út!

Og eftir stendur saga sem er ekki nokkur leið til þess að skilja - eða hafa áhuga á - nema ef væri fyrir gáfnarúnk um móralska krísu millistéttarinnar og uppgjörið milli borgarastéttar V Þýskal. og proleritat stéttar A Þýskal.

Eins og þessi texti ef til vill ber með sér finnst mér þetta eki áhugavert. Ég er pínu búinn með bendifingurs skammtinn, ég vil segja sögur, ég vil fjalla um fólk, ég vil snerta við fólki.

Og það er leiðin sem ég ætla að reyna að tækla verkið. Tek texta úr myndinni aftur inn, bæti við og laga þar sem það á við og vona að ég nái þar með að skapa sögu sem getur snert við fólki. Það þýðir auðvitað ekki að ég ætli ekki að tala um neitt eða fjalla um neitt, þvert á móti. Það þarf bara meiri kunnáttu til að koma því að inn í sögunni.

Ef eitthvað - þá er þetta það sem ég lærði af meistara Shakespeare.

Bestu kv.

Þorleifur
Reykjavík

miðvikudagur, mars 05, 2008

Góðan daginn

Það er fallegt útsýnið hér af svölum Eymundsson í miðborg Reykjavíkur. Fátt er fallegra en gott veður í Reykjavík.

Ég var búinn að sakna fjallanna, fersks loftsins, vindsins og mannfólksins.

En þessi Íslandsferð hefur verið átakamikil, mun átakameiri en ég bjóst við er ég settist upp í flugvélina. Ég með grillur um að fljúga heim í rólegheitin varð auðvitað ekki að veruleika en þrátt fyrir allt og allt þá er þetta ferð sem hefur opnað augu mín fyrir ákveðnum hlutum í lífi mínu sem ég þarf að skoða - og takast á við.

Skilnaðurinn við konuna mína, sem tók meira en 18 mánuði, hefur skilið eftir sig ör sem ég þarf að horfast í augu við og svo í kjölfarið að takast á við.

Ég veit að ég er yfirleitt ekki mjög persónulegur hér á blogginu en í þetta skipti þurfti þetta bara að koma út.

Og það er alltaf erfitt þegar maður þarf að horfast í augu við ákveðna hluti í fari sínu og hegðun. Staðreynd lífsins virðist vera, að maður finnur til þangað til maður er tilbúinn að horfast í augu við hlutina, gefast upp fyrir þeim, sætta sig við það að vera ekki fullkominn og umfram allt, tilbúinn að breyta og breytast.

Í lífi mínu er nú komin manneskja sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla, sem er erfitt, og kannski þarf ég umfram allt að gefast upp fyrir því að ég kann ekki að takast á við svona hluti án þess að ég reyni að fara að íhlutast fyrir um niðurstöðurnar. Ég við stjórnvölinn gengur greinilega ekki jafn vel upp þegar kemur að mínum eigin tilfinningum eins og það gerir þegar ég er að stilla þeim upp á sviðinu. Ég get ekki verið alvaldur í eigin lífi, auðvitað ber ég ábyrgðina, en guð get ég ekki leikið.

Ég er nefnilega impúlsívur - sem er að mestu gott - en til þess að það leiði mann ekki í ógöngur þá verður maður að hafa traustann grunn til þess að byggja á.

Sumsé, dagar sjálfsskoðunnar og viðveru með sjálfum mér.

Og svo bjartari dagar framundan.

Bestu kv.

Þorleifur