miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Halló halló

Fann stund á milli stríða til þess að koma svo sem eins og tveimur hugsunum niður á blað.

Ég frumsýndi Beðið eftir félagsmálastofnun í fallegum garði í Helsinki laugardaginn síðastliðinn. Rétt fyrir frummarann, sem til stóð að hæfist klukkan 17.00, þá tóku veðurguðirnir uppá því að stríða okkur örlítið og sendi á okkur úrhelli sem og þrumur svona til að toppa upplifunina. Grand entry!

En sýningin gekk vel og virtist fara vel ofan í liðið sem stóð með regnhlífarnar reyddar...

Nú er ég kominn heim og er á kafi í kapítalsma hjá Saga Film. Safna peningum hér til þess að nota í leikhúsinu til þess að berja á kaítalismanum. Im living in a paradox!

En þetta er afar skemmtileg vinna, fræðandi og krefjandi, og mun koma sér vel í framtíðinni. (vona ég...)

Og svo mörg voru þau orð.

Langar að enda á því að kveðja Partrik Viera og ég vona að honum gangi allt á afturfótunum hjá Real Madrid. Að honum skiljist að þegar maður svíkur það sem maður segir, snúi bai við vinum sínum og þeim sem trúa á mann og styja að þá snúist karma heimsins gegn þér og það er vægastsagt vont mál!

Bestu kv.

Þorleifur