fimmtudagur, maí 08, 2003

Og þá var kátt í höllinni!

Ég gekk útúr leikhúsinu í kvöld fullur áhyggja, hvernig stæði á því að íslenska þjóðin ætlaði að snúa baki við þessu stórmerka tækifæri til þess að fá hér upp á borðið lýðræðislega stjórnarhætti og réttlátara samfélag? Hefði myndatakan sem ég fór í fyrir samfylkinguna, auk pistilsins sem ég skrifaði í blaðið þeirra, ekki haft nein áhrif? Ég var eins og áður segir miður mín. Þungur á brún gekk ég heim til mín í rigningunni. Ég leitaði í vösunum að lyklum og þeir þvældust fyrir hvorum öðrum og festust í lausum taumum áður en ég náði loks að draga þá upp og stinga þeim í skrána. Ég bjóst allt að því við því að búið væri að skipta um skrá, að flokkurinn hefði keypt íbúðina og fleygt mér út, að nú væri ég öreigi. En hurðin opnaðist og þó það væri ekki nóg til að snúa skapi mínu fór mig að gruna að kannski væri eitthvða í aðsigi. Ég kveikti á kassanum enda ekkert annað að gera þegar maður vill ekki hugsa og er búin að fá nóg af lífinu. Á skjánum var Egill að skemmta fólki. ÉG lagði eyrun við þar sem þunglyndið byrgði mér sín. Apakötturinn í svínslíkinu frá xB var að ganga að fylgi flokks síns dauðu og ég var ekki frá því að upp úr mér hafi sloppið smá meðaumkunarhlátursroka. Þegar samkennd mín hafði fengið fylli sína tók ég til við að flakka milli stöðva. Ekkert þar frekar en venjulega þannig leitað var náða síðasta athverfsins, textavarpsins. Og viti menn þar stóð það stórum stöfum (og það hjá RÚV=xD), feita konan hafði ekki kveðið upp raust sína. Hjólin væru að snúast réttlætinu í vil!!!!

Og nú get ég farið sáttur að sofa, fólkið hafði lesið pistilinn minn og myndin skilað tilætluðum árangri.

Ísland mun ekki fangelsa saklausa borgara í nafni kínversks kommúnista í bráð, mun ekki segja ríkjum stríði á hendur og ég get skrifað hvað sem mig listir án þess að eiga það á hættu að vera kallaður á teppið!

og það verður að teljast gott dagsverk!

Góða nótt

þriðjudagur, maí 06, 2003

Þar sem ég get ekki sinnt konunni minni, sem einnig er stóra ástin í lífi mínu, almennilega vegna æfingartarnarinnar þá get ég ekki réttlætt löng skrif. Allaveganna ekki á þessari stundu. En fljótlega, lofa því!

Góða nótt

Þ

mánudagur, maí 05, 2003

Jæja, stundum verður maður að horfast í augu við að allir segja manni eitthvað, jafnvel eitthvað sem rétt getur talist, en engu að síður er maður fyllilega sannfærðu um eitthvað annað. Sem dæmi tók ég þessa mjög svo skrítnu könnun hjá mbl.is um hvernig maður stæði milli flokkanna og þetta var niðurstaðan:

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 86%
Nýtt afl (N) 85%
Samfylkingin (S) 83%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 80%
Framsóknarflokkur (B) 72%
Sjálfstæðisflokkur (D) 61%

Nú enn einu sinni blasir við að ég er mest sammála VG en samt er ég sannfærður um að ég muni ekki kjósa þá. Það er bara eitthvað sem ég er ekki alveg að kaupa í sambandi við þá. Mér líst vel á marga af frambjóðendunum en það er bara eitthvað sem vantar. Kannski er það bara það að ég er ekki hlynntur svona mikilli svart og hvítt stefnu eins og þeir eru að bjóða uppá. Mér finnst margt í kapítalista stefnunni meika mikið sens og er tilbúin að skrifa uppá það en engu að síður verður að fara varlega. Þegar ég heyri minnst á einkavæðingu skóla og heilbrigðiskerfis fæ ég grænar bólur og langar til að missa legvatnið (hefði ég slíkt).

Svo var gaman að horfa á Sollu í kvöld í Sjálfstæðu fólki. Hún kom alveg ofsalega vel fyrir og mig grunar að hún hefði ekki getað fengið betri auglýsingu en akkúrat þarna. Og þegar þátturinn kláraðist á orðunum "Við buðum Davíði Oddsyni ítrekað að koma í þáttinn en hann svaraði ætíð neitandi en það er víst hvers manns réttur í frjálsu landi" þá hoppaði ég næstum hæð mína af gleði. Loksins þorði einhver að segja það sem allir vita. Húrra fyrir Jóni og Stöð 2