Jæja, stundum verður maður að horfast í augu við að allir segja manni eitthvað, jafnvel eitthvað sem rétt getur talist, en engu að síður er maður fyllilega sannfærðu um eitthvað annað. Sem dæmi tók ég þessa mjög svo skrítnu könnun hjá mbl.is um hvernig maður stæði milli flokkanna og þetta var niðurstaðan:
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 86%
Nýtt afl (N) 85%
Samfylkingin (S) 83%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 80%
Framsóknarflokkur (B) 72%
Sjálfstæðisflokkur (D) 61%
Nú enn einu sinni blasir við að ég er mest sammála VG en samt er ég sannfærður um að ég muni ekki kjósa þá. Það er bara eitthvað sem ég er ekki alveg að kaupa í sambandi við þá. Mér líst vel á marga af frambjóðendunum en það er bara eitthvað sem vantar. Kannski er það bara það að ég er ekki hlynntur svona mikilli svart og hvítt stefnu eins og þeir eru að bjóða uppá. Mér finnst margt í kapítalista stefnunni meika mikið sens og er tilbúin að skrifa uppá það en engu að síður verður að fara varlega. Þegar ég heyri minnst á einkavæðingu skóla og heilbrigðiskerfis fæ ég grænar bólur og langar til að missa legvatnið (hefði ég slíkt).
Svo var gaman að horfa á Sollu í kvöld í Sjálfstæðu fólki. Hún kom alveg ofsalega vel fyrir og mig grunar að hún hefði ekki getað fengið betri auglýsingu en akkúrat þarna. Og þegar þátturinn kláraðist á orðunum "Við buðum Davíði Oddsyni ítrekað að koma í þáttinn en hann svaraði ætíð neitandi en það er víst hvers manns réttur í frjálsu landi" þá hoppaði ég næstum hæð mína af gleði. Loksins þorði einhver að segja það sem allir vita. Húrra fyrir Jóni og Stöð 2
mánudagur, maí 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli