miðvikudagur, júlí 14, 2004

Halló halló

Það er harla fyndið að hefja hverja færslu á því að afsaka hversu langt sé síðan síðasta færsla birtist en þar sem ég hef verið fastur upp á hálendi að vinna 20 tíma á dag þá hef ég raunverulega afsökun í þetta skipti.

Ég er sumsé á íslandi um þessar mundir. Þetta átti að vera sumarfrí en ég var gripinn af Saga Film við komuna til landsins og sendu í fararbroddu hóps af japönum upp á Sprengisand að taka upp listræna stuttmynd.

Verkefnið var slíkt ævintýri að ef maður myndi skrá það og skjóta sem bíómynd (sem ég er ekki í nokkrum vafa að yrði betri en myndin sem var verið að skjóta upp á hálendi) þá myndi ekki nokkur maður trúa manni. ég er að vísu bundin þagnarskildu varðandi verkefnið þar sem þetta voru kúnar Saga Film og því læt ég nánari lýsingar liggja hjá mér í bili. Kannski að maður geti notast við þær sem efni í verk einhvertímann seinna.

En það skal ég segja að fátt er fegurra en sólaruppkoman á Sprengisandi. HOfsjökullinn sem hvítt ský sem reis af jörðu mitt í eldrauðum himninum. Svartur sandurinn tók litbreytingum og virtist um stund lifna við og skipta litum og formi eins og snákur að skríða úr skinninu, tilbúin að takast á við tilveruna á ný. Stórkostlegt. Þetta mynnti mig reyndar á sólaruppkomuna sem ég sá þegar ég keyrði í Febrúar yfir eyðimerkur Ástralíu. RAuðleitur, uppsprengdur sandurinn missti lit sinn og varð hvítur í nokkrar mínútur meðan að sólin reis úr djúpinu. himinn og jörð sameinuðust í eina víðfema hvítu sem umlukti allt og á sama tíma skerpti hvert form en myndaði einnig einhverja óútskýranlega heild. hvíta heild. Anað sem einhvertímann endar í verki!

Annars er ég að fara í annað verkefni fyrir Saga Film og byrjar það af krafti í fyrramálið. Þetta er reyndar í Reykjavík og verður það ágætt enda er maður þá nær vinum og fjölskyldu, og hver veit, maður myndi kannski geta fundið mínútu eða tvær og fengið sér kaffi...

Ég skrifa svo brátt um stjórnmálin, ég nenni því ekki núna, en um eitt get ég ekki orða bundist og er það að þrátt fyrir allt sem ríkisstjórnin er að gera þá hefur hún allaveganna tekist að vekja upp umræðu um lýðræðið og merkingu þess. Kannski að þetta vekji fólk til umhugsunar um hversu viðkvæmt stjórnkerfi hinna frjálsu landa er fyrir spillingu og hversu varlega við verðum að fara með það. Svo er hitt annað mál að ég er ekki á því að þetta hafi verið það sem fyrir ríkisstjórninni vakti, en ekkert er svo vont að ekki hljótist af því eitthvað gott.

Áfram strákar (og ein eða tvær stelpur sem fá að fylgja með uppá lúkkið).

Góða nótt

Þorleifur