Góða kvöldið
Ég afsaka þögnina en nú er veruleikinn hér hægt og rólega að taka yfir.
Skólinn verður meira og meira krefjandi og maður getur ekki setið á kaffihúsum allan daginn að skrifa á bloggsíður.
En ekki það, hér er algerlega frábært að vera. Skólinn er búinn að samþykkja að verkið sem ég er að fara að gera næsta sumar verði hluti af náminu mínu. Það þýðir að annaðhvort verð ég að fara með verkið til Þýskalands eða þá að kennari frá skólanum flýgur heim til Íslands og skoðar það þar.
Vissulega vildi ég heldur fljúga með verkið út en fyrst þarf að kynna sér veruleikann áður en hægt er að plana svoleiðis hluti.
Einnig er ég að vinna að lítilli uppsetningu sem ég ætla að vinna að meðfram skólanum næstu mánuði. Hugmyndin er að setja verkin upp annarsvegar um jól og svo saman í vor. Það ætti að vera spennandi, en ennþá á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður.
En það lítur út fyrir að mér sé að ganga vel þarna í skólanum og fólk sækist eftir því að vinna með mér (sem hlýtur að teljast jákvætt).
Ég hef ekkert farið í leikhús á undanförnum tveimur vikum enda búið að vera meira en nóg að gera við það að vera í skólanum en ég ætla mér að reyna að koma leikhúsbombsunum aftur á innan skamms. REyndar er ég búinn að sjá flest allt sem hér getur talist spennandi en það er alltaf nóg af nýju stöffi. Næst er pólitísk leikhúshátíð sem ætti að verða spennandi.
Ég veit að ég skulda ennþá dóma um úkraínuleikstjórann og mun það koma þegar fram líða stundir. Kannski þegar ég sé næsta verk eftir hann...
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)