Góða kvöldið
Sá Tróju áðan og sat eftir með óbragð í munninum. Ástæðan var hvorki lélegt handrit (sem það vissulega var) né afar formúlukennd meðferð á þessu mikla kvöði Hómers heldur hitt að þessi mynd sýndi svo augljóslegga fram á ofbeldisdýrkun samtímamannsins.
Karlmennirnir í myndinni hrúguðu sér saman til þess að drepa og fundu sér til þess hvaða ástæðu sem fyrir hendi var, aðeins ef það þýddi að þeir hefðu leyfi til þess að reka hvor aðra á hol.
Atriðið þar sem Akkiles dregur Hektor á eftir vagni sínum var sérstaklega sterkt. Þetta var það sama og við sáum Banndaríkjamenn gera í Írak nýlega þegar þeir sýndu lík sona Saddams opinberlega. Þetta atriði hefði meira að segja getað orðið afar sterk ádeila ef ekki hefði verið fyrir atferli persónu Akkilesar beint á eftir. Hann sat og grét yfir líkinu, stuttu eftir að hann tilkynnti Hektori að hann myndi misþyrma líki hans að honum dauðum. Allt í einu áttum við að fá samúð með greyði morðingjanum vegna þess að hann sá eftir að hafa lagt morðingjalíf fyrir sig.
Og ekki hjálpaði lokakommenty Oddiseifs til þegar hann sagði okkur það, svona rétt í þann mund sem maður var að fela krumpaðann popppokann undir sætinu, að hann væri stoltur að hafa lifað á sömu tímum og miklir menn eins og Akkiles og Hektor.
Móðir akkilesar sasgði fyrr í myndinni að hann gæti valið, hamingjusasmt líf eða að nafn hans myndi lifa að eilífu, hann valdi eilífðina og þetta er svo haft upp til skýjanna. Þetta eru dálagleg skilaboð handa ungum mönnum. Lifðu í friði sem góður maður og vertu nobody eða farðu og drepu fólk (sem ekkert hefur gert þér) og þá verðurðu ódaulegur!
Og svo spyr fólk sig af hverju ungir strákar taka bysssur með í skólann og drepa hrúgur af samnemendum sínum.
Fólk lærir það sem fyrir þeim er haft!
Bestu kveðjur með óbragð í munninum.
Þorleifur
fimmtudagur, maí 20, 2004
þriðjudagur, maí 18, 2004
Halló
Kominn aftur til FInnlands eftir heldur dauflega ferð til Berlínar.
Ég hef verði mikill áhugamaður um Þýskt leikhús síðan ég kynntist því fyrst 1994. Hið hugsandi pólitíska leikhús og þær ögrandi aðferðir sem þeir beita höfðuðu sterk á mig og án vafa áttu sinn þátt í því að ég bæði lagði fyrir mig leikstjórn og ákvað að beita mér í hinu samfélagslega þenkjandi leikhúsi.
En þessi ferð sem ég er nú nýkomin úr opnaði augu mín fyrir því að gallar leikhússins þar eru fjöldamargir og að það sé ekki jafn stórkostlegt og ég lengi taldi það vera.
Það sem helst hrjáir leikhúsið þar er skortur á hjarta. Þeir eru svo analískir og tækninhugsandi að oftar en ekki er maður að horfa á í stað þess að taka lifandi þátt, að vera með, tilfinningalega.
Ég ætla mér að gera úttekt á þessari ferð hérna innan skamms (þegar klukkan er ekki að nálgast 2) og birta nokkurs konar yfirlit hér yfir þær sýninggar sem ég sá.
Svo ætla ég að taka upp á þeirri nýbreytni að skrifa eitt bréf á dag til hinna og þessara í samfelaginu, vina og óvina, til þess að halda betur tengingu við hinn íslenska hugsunarháatt héðan úr útlandinu.
Bestu kv.
Þorleifur
Kominn aftur til FInnlands eftir heldur dauflega ferð til Berlínar.
Ég hef verði mikill áhugamaður um Þýskt leikhús síðan ég kynntist því fyrst 1994. Hið hugsandi pólitíska leikhús og þær ögrandi aðferðir sem þeir beita höfðuðu sterk á mig og án vafa áttu sinn þátt í því að ég bæði lagði fyrir mig leikstjórn og ákvað að beita mér í hinu samfélagslega þenkjandi leikhúsi.
En þessi ferð sem ég er nú nýkomin úr opnaði augu mín fyrir því að gallar leikhússins þar eru fjöldamargir og að það sé ekki jafn stórkostlegt og ég lengi taldi það vera.
Það sem helst hrjáir leikhúsið þar er skortur á hjarta. Þeir eru svo analískir og tækninhugsandi að oftar en ekki er maður að horfa á í stað þess að taka lifandi þátt, að vera með, tilfinningalega.
Ég ætla mér að gera úttekt á þessari ferð hérna innan skamms (þegar klukkan er ekki að nálgast 2) og birta nokkurs konar yfirlit hér yfir þær sýninggar sem ég sá.
Svo ætla ég að taka upp á þeirri nýbreytni að skrifa eitt bréf á dag til hinna og þessara í samfelaginu, vina og óvina, til þess að halda betur tengingu við hinn íslenska hugsunarháatt héðan úr útlandinu.
Bestu kv.
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)