þriðjudagur, maí 18, 2004

Halló

Kominn aftur til FInnlands eftir heldur dauflega ferð til Berlínar.

Ég hef verði mikill áhugamaður um Þýskt leikhús síðan ég kynntist því fyrst 1994. Hið hugsandi pólitíska leikhús og þær ögrandi aðferðir sem þeir beita höfðuðu sterk á mig og án vafa áttu sinn þátt í því að ég bæði lagði fyrir mig leikstjórn og ákvað að beita mér í hinu samfélagslega þenkjandi leikhúsi.

En þessi ferð sem ég er nú nýkomin úr opnaði augu mín fyrir því að gallar leikhússins þar eru fjöldamargir og að það sé ekki jafn stórkostlegt og ég lengi taldi það vera.

Það sem helst hrjáir leikhúsið þar er skortur á hjarta. Þeir eru svo analískir og tækninhugsandi að oftar en ekki er maður að horfa á í stað þess að taka lifandi þátt, að vera með, tilfinningalega.

Ég ætla mér að gera úttekt á þessari ferð hérna innan skamms (þegar klukkan er ekki að nálgast 2) og birta nokkurs konar yfirlit hér yfir þær sýninggar sem ég sá.

Svo ætla ég að taka upp á þeirri nýbreytni að skrifa eitt bréf á dag til hinna og þessara í samfelaginu, vina og óvina, til þess að halda betur tengingu við hinn íslenska hugsunarháatt héðan úr útlandinu.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: