föstudagur, ágúst 15, 2003

Góða kvöldið

Ætti að vera farinn að sofa en verð að henda nokkrum orðum inn rétt áður en ég flýt á himnasænginni til draumalandsins.

Styttist óðum í frummara í Iðnó og nú er borgarstjóri búinn að boða komu sína og það með borgarstjóranum í Winnapeg! og ég með sýningu semég æfði í 3 vikur!!! Ég hlýt að vera óður að vera að reyna þetta. Allaveganna, ef þið heyrið ekkert í mér á næstunni þá er ég farinn í víking til Súdan og kem ekki aftur fyrr en ég hef fundið sandguðinn Húmmala og fengið andlegar ráðleggingar sem halda mér frá svona ósköpum á næstunni. (segi ég og er að fara að leikstýra 2 verkum í viðbót á næstu 2 mánuðum!)

EN það er flott að byrja með stælog láta sig svo hverfa í einhvern tíma. Er svo farinn til Nýja Sjálands að horfa á LOTR í close up.

Annars var Guð að taka rafmagnið af NY og er það vel. Þeir hafa gott af því að labba aðeins, eða kannski að þetta var dulbúin hryðjuverkaárás til þess að hylma yfir komansi glæpum. Skrítið að Bushy hafi ekki notað þetta sem einvherja afsökun til þess að fá meiri pening til að leita að öllu þessu fólki sem týsnt hefur í átökum þeirra. Osama, Osama, hvar ertu.... Kannski Saddam geti bent þeim á hvar Osama er að finnaog keypt sér vernd fyrir peninginn?

Annars býð ég góða nótt og lofa að klára framhaldssögun aog skrifa pistil um tópaksvarnir á næstu dögum.

Góða nótt

Þorleifur

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Góða kvöldið

Fyrst rennsli á PENTAGON í kvöld og það fór eins og það átti að fara miðað við fyrsa rennsli. Og ólíkt síðast þá vil ég ekki hengja mig nú eins og síðast.

Svo allt er til batnaðar breytt og nýjir og betri menn hafa gengið í lífdaga.

Svo á konan mín afmæli í dag, miðvikudaginn 13, og langar mig að segja við hana að ég vonast til að verða við hlið hennar við marga daga sem þessa um ókomna tíð. Ást mín er hjá þér!

Kv.

Þorleifur

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Góða kvöldið

Lesendum þessarrar síðu, ef einhverjir eru,
hef ég margt fleira að segja í raun og veru,
sjá, þetta er ég allur, lifandi og dáinn,
til staðar í líkama, en hugur út í bláinn.

Kæru vinir. Ég veit að ég hef klofað ykkur að halda áfram með söguna sem hófst hér fyrr og hver veit nema að ég geri það. Hitt gæti líka verið að hún sé dáin drottni sínum og hafi orðið undir henni önnu sem ég minntist á hér síðast.

Ég er við það að fara að frumsýna sem og að önnur verkefni verða æ meira aðkallandi og því verður eitthvað undan að láta, meðal annars þessi síða, um stund.

En eitt vil ég segja. Þegar horft er út um gluggan og vonbrigði fortíðar bera við gangstéttina, eins og illa liðin hundshræ, þá ber að minnast þess að eitt sinn voru hræin lifandi, eitt sinn brostu þau og glöddu. Og þó svo að þau hafi að lokum stigið hliðarspor sem reyndust afdrifarík, þá voru þau raunveruleg, voru þau sönn og órjúfanlegur hluti þess sem maður er í dag. Þau, ásamt gleðinni hafa skapað það sjálf sem horfir nú. Og sjálfið er ekkert annað en uppsöfnuð reynsla upplifanna, vona og vonbrigða, en umfram allt lífs. Og því skal aldei gleyma (þó erfitt geti verið).

Brosiði áfram sem hingað til og lyftið sýn frá gangstétt fortíðar upp til himna framtíðar, og njótið.

Ykkar

Þorleifur

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Góða kvöldið

sökum anna og konu get ég ekki skrifað í kvöld

en von bráðar eins og ég lofaði henni dúnju vinkonu minni.

Góða nótt

PS: Meri, þegar þú lest þetta í vinnunni á morgun þá máttu vita það að ég er að hugsa til þín!