þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Góða kvöldið

Lesendum þessarrar síðu, ef einhverjir eru,
hef ég margt fleira að segja í raun og veru,
sjá, þetta er ég allur, lifandi og dáinn,
til staðar í líkama, en hugur út í bláinn.

Kæru vinir. Ég veit að ég hef klofað ykkur að halda áfram með söguna sem hófst hér fyrr og hver veit nema að ég geri það. Hitt gæti líka verið að hún sé dáin drottni sínum og hafi orðið undir henni önnu sem ég minntist á hér síðast.

Ég er við það að fara að frumsýna sem og að önnur verkefni verða æ meira aðkallandi og því verður eitthvað undan að láta, meðal annars þessi síða, um stund.

En eitt vil ég segja. Þegar horft er út um gluggan og vonbrigði fortíðar bera við gangstéttina, eins og illa liðin hundshræ, þá ber að minnast þess að eitt sinn voru hræin lifandi, eitt sinn brostu þau og glöddu. Og þó svo að þau hafi að lokum stigið hliðarspor sem reyndust afdrifarík, þá voru þau raunveruleg, voru þau sönn og órjúfanlegur hluti þess sem maður er í dag. Þau, ásamt gleðinni hafa skapað það sjálf sem horfir nú. Og sjálfið er ekkert annað en uppsöfnuð reynsla upplifanna, vona og vonbrigða, en umfram allt lífs. Og því skal aldei gleyma (þó erfitt geti verið).

Brosiði áfram sem hingað til og lyftið sýn frá gangstétt fortíðar upp til himna framtíðar, og njótið.

Ykkar

Þorleifur

Engin ummæli: