föstudagur, ágúst 15, 2003

Góða kvöldið

Ætti að vera farinn að sofa en verð að henda nokkrum orðum inn rétt áður en ég flýt á himnasænginni til draumalandsins.

Styttist óðum í frummara í Iðnó og nú er borgarstjóri búinn að boða komu sína og það með borgarstjóranum í Winnapeg! og ég með sýningu semég æfði í 3 vikur!!! Ég hlýt að vera óður að vera að reyna þetta. Allaveganna, ef þið heyrið ekkert í mér á næstunni þá er ég farinn í víking til Súdan og kem ekki aftur fyrr en ég hef fundið sandguðinn Húmmala og fengið andlegar ráðleggingar sem halda mér frá svona ósköpum á næstunni. (segi ég og er að fara að leikstýra 2 verkum í viðbót á næstu 2 mánuðum!)

EN það er flott að byrja með stælog láta sig svo hverfa í einhvern tíma. Er svo farinn til Nýja Sjálands að horfa á LOTR í close up.

Annars var Guð að taka rafmagnið af NY og er það vel. Þeir hafa gott af því að labba aðeins, eða kannski að þetta var dulbúin hryðjuverkaárás til þess að hylma yfir komansi glæpum. Skrítið að Bushy hafi ekki notað þetta sem einvherja afsökun til þess að fá meiri pening til að leita að öllu þessu fólki sem týsnt hefur í átökum þeirra. Osama, Osama, hvar ertu.... Kannski Saddam geti bent þeim á hvar Osama er að finnaog keypt sér vernd fyrir peninginn?

Annars býð ég góða nótt og lofa að klára framhaldssögun aog skrifa pistil um tópaksvarnir á næstu dögum.

Góða nótt

Þorleifur

Engin ummæli: