mánudagur, júní 09, 2008

Góða kvöldið

Eftir langa þögn er kominn tími til þess að láta heyra í sér að nýju.

Frumsýningin gekk frábærlega og góðum dómum hefur ringt yfir okkur. Ég er ferlega stoltur af þessari frábæru vinnu, sem unnin var af einurð, áhuga, hugrekki og stálvilja af leikaranna hendi og við slíkar aðstæður þá er erfitt að hugsa sér hvernig ekki getur tekist vel til.

Síðan þá hef ég aðallega verið í því að taka til í kringum mig, inn í mér. Þetta er í raun búinn að vera frábær tími.

Ég hef tengst manneskju nokkurri sterkum tengslum en vegna erfiðra aðstæðna þá hefur lífið staðið okkur í veginum, í þónokkurn tíma. Þetta hefur svo haft í för með sér að ég varð að skoða ákveðnar forsendur í lífi mínu og heimssýn.

Breytingar sem þessar eru alltaf erfiðar en velkomnar eru þær, sérstaklega þar sem mér hefur lærst að það er aðeins í gegnum erfiðleika sem ég er tilbúinn að horfast í raun á við sjálfan mig og líf mitt, og þetta skipti er engin undantekning.

Hluti af því sem ég þarf að gera er að breyta samskiptamunstrum mínum, að minnsta kosti tímabundið, og þó svo það sé erfitt þá tel ég það vera nauðsynlegt. En vonandi er það einungis undanfari af því sem koma skal, og upphaf nýrra og spennandi tíma.

Því stundum er það þannig að söknuðurinn sínir manni hvað maður gæti verið að fara á mis við ef maður aktar ekki.

Bestu kv.

Þorleifur