miðvikudagur, október 26, 2005

Góða kvöldið

Þá er netið komið heim. Og það eftir langa og erfiða baráttu við hina margrómuðu þýsku búrókratíu.

En það er komið og ég get nú skrifað heima og þarf í raun aldrei aftur að fara út fyrir hússins dyr að nýju.

En ég hef verið slatta í leikhúsi og sérstaklega langar mig að tala um 3 sýningar eftir Úkraínska leikstjórann Zhaldek. Honum var gert að víkja frá sem leikhússtjóri í Úkraínu fyrir að neita að draga verk sitt Rómeo og Júlía Fragments til baka. En það var einmitt 3 og síðasta sýningin sem ég sá frá hans hendi.

Fyrst aðeins almennt um kappann. Hann vinnur mikið með hópinn. Það er lítið um að einstaklingar skeri sig út úr, til dæmis þá held ég að á einum tíma eða öðrum þá hafi allir karleikararnir 25 farið í rullu Rómeós. Eða ég held að það hafi verið rulla Rómeós, því hann var ekkert of upptekinn af því að segja söguna af Rómeó og Júlíu. Hann var meira í því að láta fólk éta skít og reykja dóp en meira um það seinna.

Ég mun skrifa ítarlega um verkin 3 á morgun því að í fyrramálið þá á ég að skila af mér ritgerð um Mávinn eftir Tjekov í fyrramálið...á þýsku.

Ég bið fyrir kveðju til Flateyrar. Hugur okkar allra leitar til þeirra á þessum erfiða degi.

Bið að heilsa

Þorleifur