fimmtudagur, mars 03, 2005

Góðan daginn

Sit hér í sveitasælunni á Akureyri en hugurinn er einhvernveginn að miklu leyti sunnan heiða þar sem önnur sýningin á AMERICAN DIPLOAMCY er í kvöld. Það er svo erfitt að koma sýningum í gang og ég tek því öllu einhvernveginn persónulega í sambandi við sýninguna. Hún er einhvernveginn svo mikill hluti af mér, svona eins og óskilgetinn bastarður sem skilinn var eftir í Borgarleikhúsinu og þarf að redda sér. Veit ekki að bakvið hana standa fullt af fólki sem er tilbúið að leggja alveg slatta á sig til þess að hún vaxi og dafni, blómstri og lifi góðu lífi.

En sumsé, tímar endalausra spurninga hefur runnið upp í huga mér, tíminn þar sem ég efast um allt og allt. Tilganginn með leikhúsinu, með sýningunni, með mig sem listamann, með lífið og stefnuna sem ég hef tekið. Og það skrýtna er að þetta kemur yfir mig eftir hverja einustu sýningu sem ég geri en alltaf verð ég jafn undrandi þegar það hellist yfir mig. Það er eins og það sé tóm sem sýningin skilur eftir sig. Eins og það sem lagt var í hana hafi orðið eftir og ég sé í þeim prósess að safna í sálina að nýju.

Kannski þetta komi fyrir alla listamenn...

En þá er bara að fylla að nýju.

Þorleifur
Góðan daginn

Sit hér í sveitasælunni á Akureyri en hugurinn er einhvernveginn að miklu leyti sunnan heiða þar sem önnur sýningin á AMERICAN DIPLOAMCY er í kvöld. Það er svo erfitt að koma sýningum í gang og ég tek því öllu einhvernveginn persónulega í sambandi við sýninguna. Hún er einhvernveginn svo mikill hluti af mér, svona eins og óskilgetinn bastarður sem skilinn var eftir í Borgarleikhúsinu og þarf að redda sér. Veit ekki að bakvið hana standa fullt af fólki sem er tilbúið að leggja alveg slatta á sig til þess að hún vaxi og dafni, blómstri og lifi góðu lífi.

En sumsé, tímar endalausra spurninga hefur runnið upp í huga mér, tíminn þar sem ég efast um allt og allt. Tilganginn með leikhúsinu, með sýningunni, með mig sem listamann, með lífið og stefnuna sem ég hef tekið. Og það skrýtna er að þetta kemur yfir mig eftir hverja einustu sýningu sem ég geri en alltaf verð ég jafn undrandi þegar það hellist yfir mig. Það er eins og það sé tóm sem sýningin skilur eftir sig. Eins og það sem lagt var í hana hafi orðið eftir og ég sé í þeim prósess að safna í sálina að nýju.

Kannski þetta komi fyrir alla listamenn...

En þá er bara að fylla að nýju.

Þorleifur

þriðjudagur, mars 01, 2005

Góða kvöldið

Langri þögn lýkur nú þó pistilinn sé í styttra lagi.

Síðan ég síðast kom hér inn orðum þá hefur margt vatn runnið til sjávar. Ég er búinn að koma á svið sýningunni AMERICAN DIPLOAMCY og er ég tilturulega sáttur við hvernig til tókst.

Ekki það að auðvitað er margt sem maður hefði viljað koma í verk sem ekki tókst, en þannig er það einu sinni að vinna við bág kjör, skamman tíma og auðvitað að hafa allt of mikið á minni könnu (hvenær ætla ég að læra?).

En sýningunni er vel tekið og það gleður mig. Maður er að vissu leyti að opna alveg ofan í kviku í þessari sýningu, þar sem bæði texti og leikstjórn var your truly, en reynslan sem ég safnaði að mér var ómetanleg.

Ég mun innan skamms analísera uppsetninguna, hvað tókst og hvað ekki. En í stuttu máli þá má segja að mér hafi tekist 75% af því sem ég ætlaði mér varðandi tilraunir með leikformið og uppsetninguna í heild.

Sumsé, á Akureyri situr tilturulega sátt og mjög stolt leikstjóradula!

Ég er sumsé kominn norður til þess að setja upp söngleikinn RÍGUR sem er samvinnuverkefni MA og VMA. Og þá er það rokkið


Í bænum er margt góðra manna, Gói, Aggi, Jón Páll og fleiri þannig að þetta gæti orðið mikil upplifun!

En ég bið að heilsa í bili, nú þarf ég að undirbúa púlnámskeið fyrir krakkana og sýna þeim hvernig verður unnið á þessum bænum!

Góðar stundir....

Þorleifur
Kaffi Karólína