Góðan daginn
Sit hér í sveitasælunni á Akureyri en hugurinn er einhvernveginn að miklu leyti sunnan heiða þar sem önnur sýningin á AMERICAN DIPLOAMCY er í kvöld. Það er svo erfitt að koma sýningum í gang og ég tek því öllu einhvernveginn persónulega í sambandi við sýninguna. Hún er einhvernveginn svo mikill hluti af mér, svona eins og óskilgetinn bastarður sem skilinn var eftir í Borgarleikhúsinu og þarf að redda sér. Veit ekki að bakvið hana standa fullt af fólki sem er tilbúið að leggja alveg slatta á sig til þess að hún vaxi og dafni, blómstri og lifi góðu lífi.
En sumsé, tímar endalausra spurninga hefur runnið upp í huga mér, tíminn þar sem ég efast um allt og allt. Tilganginn með leikhúsinu, með sýningunni, með mig sem listamann, með lífið og stefnuna sem ég hef tekið. Og það skrýtna er að þetta kemur yfir mig eftir hverja einustu sýningu sem ég geri en alltaf verð ég jafn undrandi þegar það hellist yfir mig. Það er eins og það sé tóm sem sýningin skilur eftir sig. Eins og það sem lagt var í hana hafi orðið eftir og ég sé í þeim prósess að safna í sálina að nýju.
Kannski þetta komi fyrir alla listamenn...
En þá er bara að fylla að nýju.
Þorleifur
fimmtudagur, mars 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli