Góðan daginn
Ég hef verið að lesa mig til um stríðið í Chesníu undanfarið. Hryllingnum og viðbjóðnum sem þar hefur þrifist er vart hægt að lýsa.
Það er ekki oft sem ég verð að leggja frá mér bækur vegna þess að ég einfaldlega get ekki meir. En bókin Dispatsches from Hell eftir Önnu Politikoskaya er slík bók.
Anna fór til Chesníu ekki sem stríðsfréttamaður heldur sem borgari. Sem borgari taldi ritstjórinn hennar að hún myndi ná betur utan um harm venjulegra manneskja. Og það gerir hún svo sannarlega. Svo róttæk varð hún í skrifum sínum að á endanum var hún myrt af leigumorðingja. Enn liggur ekki fyrir hvort það var Kremlin eða uppreisnarmenn í Chensíu sem stóðu á bakvið það. Það eina sem ljóst er að allir voru þeir hræddir við skrif hennar. Að hún sagði svo hreinskilnislega frá að allir sem að stríðinu komu var kastað í sitt rétta ljós, mannfyrirlitning og algert samanbrot alls þess sem gerir okkur að manneskjum.
Anna segir sögur af fólki, venjulegu fólki sem reynir að lifa af í hrikalegum aðstæðurm. Hún er lítið að dramatísera, hún segir okkur einfaldlega frá. Þroskahefta parinu sem Rússunum finns gaman að raðnauðga og taka af því myndir, gamlar konur sem skotnar eru fyrir það eitt að reyna að verja barnabörnin sín, óléttar konur bannað að fara á spítala til þess að eiga og stillt upp við vegg og látnar standa grafkyrrar þangað til dáið fóstrið rennur út úr þeim!
Hrikalegt og Evrópa leit undan.
Með þetta í huga sá ég svo þessar myndir frá Írak, þar sem mjög svipaðir hlutir eru að gerast, nema í þetta skipti undir flaggi hinna upplýstu og fórnfúsu hermenn Bandaríkjanna. Mér varð óglatt...
Ég tel reyndar ekki að við hermennina sjálfa sé að sakast, ekki sem slíka, því ég tel að í stríði sé vart mögulegt að halda í mennsku þína, hvað þá ef þú ert 18 ára ómenntaður strákur úr fátækrahverfinu!
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, febrúar 29, 2008
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Góða kvöldið
Þjóðverjar eru líklega það fólk í heiminum sem býr yfir hvað verstum smekk. Hvergi er þetta greinilegra en í sjónvarpi allra landsmanna - ZDF.
Þar keyra sápuóperur í gríð og erg sem láta Kallakaffi líta út fyrir að vera Hollíwood production!
En sápurnar eru samt ekki það versta sem gengur hér um þessar mundir.
Það hrikalegasta er ný sería sem hóf nýlega göngu sína á Pro 7 undir heitinu "The next Uri Geller".
Þátturinn er svona IDOL þáttur með twisti, þar sem ekki er verið að leita að söng-dúfum, eða búk-röppurum, heldur er hér verið að leita að sjónhverfingamanni 21 aldarinnar.
Pródúsentarnir hér hafa greinilega leitað í öllum skúffum og skápum að efnivið í þennan þátt sinn og dregið þaðan fram eitthvað það ógurlegasta samansafn af vírdóum sem í sjónvarp hafa komið.
Sjónhverfingamenn eru í raun alveg sér kapítuli útaf fyrir sig, skrýtnir miðaldabúningar, hringir á fingrum, lágstemmd seiðandi uppgerðarröddin að ógleymdum hreyfiminstrum sem best ættu heima í nútímadansi.
Í gærkvöldi var kominn á svið austur-evrópumaður nokkur í síðri kápu kóperuð uppúr "Exalibur" myndinni. Hún var víð, svört og skreytt silfruðum hnöppum. Honum til halds og traust var ritjulegur hrafn sem austurbúinn ræddi við í tíma og ótíma á sértilbúnu máli.
Þetta fór svo allt fram á plexiglerklæddu sviði, huldu reyk og diskóljósum.
Maðurinn dró einhverja sakleysingja úr áhorfendaskaranum á svið og bað þau í ótrúlega löngu ferli að rifja upp minningar um dána ættingja sína! Hér var ég farinn að flissa allverulega...
Þegar greyjið fórnarlömbin voru svo búin að tæma úr skálum sorgar sinnar yfir seiðandi síðstakkinn, þá tók hann þartilgerða miða fram og bað þau að skrifa minningarnar niður. Þetta gerði fólkið með tárin í augunum (hvort það var að söknuði eða skömm er mér enn óljóst).
Austri kallaði nú á svið eitthvað glottandi smástirni sem klögraðist upp á svið í minipilsinu og hélt pendúl yfir miðunum. Austurbúinn stýrði fingrum hennar yfir miðana og yfir ákveðnum miðum fór pendúlinn að sveiflast (hafði ekkert með það að gera að hann stjórnaði hendinni).
hann tók svo saman miðana og las úr þeim einhverjar upplýsingar sem grætti konuna sem miðana hafði skrifað.
Hann dró þá uppúr læstu búri handskrifaðan miða og las upp að hann hefði fengið "sýn" í gegnum hrafninn sinn og sá spádómur hefði verið læstur inní í þessu boxi síðan í nótt.
Austri- sem var með svona Michael Bolton ljóshnakka og svartmálaðar neglur á litla fingri - las svo upp spádóminn og reynist hann spá því sem við höfðum verið að fylgjast með, að grátandi kona frá Dusseldorf myndi skrifa þessar og þessar minningar niður.
Hann kallaði greyjið konuna fram og fagnaði eins og Rocky eftir að hann berst við Drago.
Hér varð ég að slökkva, ég var hættur að hlægja. Fannst í raun að eina skynsamlega í stöðunni væri að fara í tölvuna og kaupa mér flugmiða heim.
Eg lendi á miðnætti annað kvöld.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín (ennþá)
Þjóðverjar eru líklega það fólk í heiminum sem býr yfir hvað verstum smekk. Hvergi er þetta greinilegra en í sjónvarpi allra landsmanna - ZDF.
Þar keyra sápuóperur í gríð og erg sem láta Kallakaffi líta út fyrir að vera Hollíwood production!
En sápurnar eru samt ekki það versta sem gengur hér um þessar mundir.
Það hrikalegasta er ný sería sem hóf nýlega göngu sína á Pro 7 undir heitinu "The next Uri Geller".
Þátturinn er svona IDOL þáttur með twisti, þar sem ekki er verið að leita að söng-dúfum, eða búk-röppurum, heldur er hér verið að leita að sjónhverfingamanni 21 aldarinnar.
Pródúsentarnir hér hafa greinilega leitað í öllum skúffum og skápum að efnivið í þennan þátt sinn og dregið þaðan fram eitthvað það ógurlegasta samansafn af vírdóum sem í sjónvarp hafa komið.
Sjónhverfingamenn eru í raun alveg sér kapítuli útaf fyrir sig, skrýtnir miðaldabúningar, hringir á fingrum, lágstemmd seiðandi uppgerðarröddin að ógleymdum hreyfiminstrum sem best ættu heima í nútímadansi.
Í gærkvöldi var kominn á svið austur-evrópumaður nokkur í síðri kápu kóperuð uppúr "Exalibur" myndinni. Hún var víð, svört og skreytt silfruðum hnöppum. Honum til halds og traust var ritjulegur hrafn sem austurbúinn ræddi við í tíma og ótíma á sértilbúnu máli.
Þetta fór svo allt fram á plexiglerklæddu sviði, huldu reyk og diskóljósum.
Maðurinn dró einhverja sakleysingja úr áhorfendaskaranum á svið og bað þau í ótrúlega löngu ferli að rifja upp minningar um dána ættingja sína! Hér var ég farinn að flissa allverulega...
Þegar greyjið fórnarlömbin voru svo búin að tæma úr skálum sorgar sinnar yfir seiðandi síðstakkinn, þá tók hann þartilgerða miða fram og bað þau að skrifa minningarnar niður. Þetta gerði fólkið með tárin í augunum (hvort það var að söknuði eða skömm er mér enn óljóst).
Austri kallaði nú á svið eitthvað glottandi smástirni sem klögraðist upp á svið í minipilsinu og hélt pendúl yfir miðunum. Austurbúinn stýrði fingrum hennar yfir miðana og yfir ákveðnum miðum fór pendúlinn að sveiflast (hafði ekkert með það að gera að hann stjórnaði hendinni).
hann tók svo saman miðana og las úr þeim einhverjar upplýsingar sem grætti konuna sem miðana hafði skrifað.
Hann dró þá uppúr læstu búri handskrifaðan miða og las upp að hann hefði fengið "sýn" í gegnum hrafninn sinn og sá spádómur hefði verið læstur inní í þessu boxi síðan í nótt.
Austri- sem var með svona Michael Bolton ljóshnakka og svartmálaðar neglur á litla fingri - las svo upp spádóminn og reynist hann spá því sem við höfðum verið að fylgjast með, að grátandi kona frá Dusseldorf myndi skrifa þessar og þessar minningar niður.
Hann kallaði greyjið konuna fram og fagnaði eins og Rocky eftir að hann berst við Drago.
Hér varð ég að slökkva, ég var hættur að hlægja. Fannst í raun að eina skynsamlega í stöðunni væri að fara í tölvuna og kaupa mér flugmiða heim.
Eg lendi á miðnætti annað kvöld.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín (ennþá)
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Góða kvöldið
já, sá tími kemur í lífi hvers karlmanns að hann verður að gera upp við sig hvernig maður hann er. hvað er það sem heldur upp hans karlmennskulegu ímynd, hvaða birtingarmynd stendur best undir hinni innri mynd. Hvað er það sem gerir mann að manni?
En að allt öðru. Ég keypti mér min fyrsta bíl í gær. Nei, ekki bíl, ég keypti mér trylitæki í gærþ
Bíllinn er af gerðinni BMW 520 V24. Hann lítur svona út!
Og ég var búinn að keyra hann 3 kílómetra þegar ég fékk mína fyrstu hraðasekt, og 25 km þegar ég náði mér í aðra.
Nú, allt er þá er þrennt er, og því bíð ég spenntur.
Mér fannst það svo sem í lagi, sé það bara sem hluta af kaupverðinu.
Í bæði skiptin var ég gripinn af hraðamyndavél sem einhverjir illa innrættir lögguskúrkar voru búnir að koma fyrir, heppilega nokk, bakvið tré eða földum upp í ljósastaurum.
Það skemmtilega er samt að ég var ekki búinn að umskrá hann og því á fyrrum eigandi von á áhugaverðum bréfum frá lögreglustjóra Berlínarborgar.
Bestu kv.
Þorleifur
já, sá tími kemur í lífi hvers karlmanns að hann verður að gera upp við sig hvernig maður hann er. hvað er það sem heldur upp hans karlmennskulegu ímynd, hvaða birtingarmynd stendur best undir hinni innri mynd. Hvað er það sem gerir mann að manni?
En að allt öðru. Ég keypti mér min fyrsta bíl í gær. Nei, ekki bíl, ég keypti mér trylitæki í gærþ
Bíllinn er af gerðinni BMW 520 V24. Hann lítur svona út!
Og ég var búinn að keyra hann 3 kílómetra þegar ég fékk mína fyrstu hraðasekt, og 25 km þegar ég náði mér í aðra.
Nú, allt er þá er þrennt er, og því bíð ég spenntur.
Mér fannst það svo sem í lagi, sé það bara sem hluta af kaupverðinu.
Í bæði skiptin var ég gripinn af hraðamyndavél sem einhverjir illa innrættir lögguskúrkar voru búnir að koma fyrir, heppilega nokk, bakvið tré eða földum upp í ljósastaurum.
Það skemmtilega er samt að ég var ekki búinn að umskrá hann og því á fyrrum eigandi von á áhugaverðum bréfum frá lögreglustjóra Berlínarborgar.
Bestu kv.
Þorleifur
mánudagur, febrúar 25, 2008
Góða kvöldið
Fékk email áðan sem óskaði mér til hamingju með frumsýninguna með eftirfarandi orðum:
Þá get ég vonandi farið að lesa um eitthvað annað en um Danaprins á blogginu þínu.
Ég ákvað eftir ítarlega umhugsun að verða við þessari ósk. Og það fyrsta á dagskrá er fyrirsögn sem mátti lesa í gær á "Berliner Kurier". "Hitler und das Perverse Zwergen Geheimnis" sem myndi á Íslensku hljóma eitthvað á þessa leið "Hitler og hið pervertíska dvergaleyndarmál hans".
Kemur í ljós að Hjalti (eins og Hitler er iðulega kallaður af íslendungum í Berlín) stundaði það í frítíma sínum (á milli þess sem hann drakk sódavatn og útrýmdi gyðingum) að teikna dverga ala Walt Disney.
Þetta skýtur vissulega stoðum undir þá kenningu mína að orsakar seinni heimstyrjaldarinnar er ekki að finna í hrikalegu efnahgaslegu ástandi í Þýskalandi á tímum kreppunnar, né í þjóðeriskenndum viðbrögðum við Versalasamningunum heldur hjá inntökunefnd listadeildar Vínarakademíunnar sem hafnaði hinum unga Adolf er hann sótti um að komast að í myndlistarnámi.
Hjalti, alkinn sem hann var, stóð því uppi, hafði verið hafnað af öllum. Horfi á dvergamyndirnar sínar, saklausar og fallegar, og skildi ekki af hverju aðrir sæju ekki fegurð heimsins. Augljóst var að heimurinn og listin væri á móti honum og fyrst svo væri myndi hann snúa bakinu við listinni og heiminum .
Og þetta tókst honum, þó svo að útlegð dverganna stæði ekki til lífsloka. Þeir færðu honum þá fró er hann þurft á að halda, það er nefnilega erfitt verkefni að leiðrétta guðs mistök og endurskapa heiminn í mynd hins ljóshærða manns.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
PS: Hjalti var pervisinn og dökkhærður maður, sjálfsblekking er hættulegt ástand.
Fékk email áðan sem óskaði mér til hamingju með frumsýninguna með eftirfarandi orðum:
Þá get ég vonandi farið að lesa um eitthvað annað en um Danaprins á blogginu þínu.
Ég ákvað eftir ítarlega umhugsun að verða við þessari ósk. Og það fyrsta á dagskrá er fyrirsögn sem mátti lesa í gær á "Berliner Kurier". "Hitler und das Perverse Zwergen Geheimnis" sem myndi á Íslensku hljóma eitthvað á þessa leið "Hitler og hið pervertíska dvergaleyndarmál hans".
Kemur í ljós að Hjalti (eins og Hitler er iðulega kallaður af íslendungum í Berlín) stundaði það í frítíma sínum (á milli þess sem hann drakk sódavatn og útrýmdi gyðingum) að teikna dverga ala Walt Disney.
Þetta skýtur vissulega stoðum undir þá kenningu mína að orsakar seinni heimstyrjaldarinnar er ekki að finna í hrikalegu efnahgaslegu ástandi í Þýskalandi á tímum kreppunnar, né í þjóðeriskenndum viðbrögðum við Versalasamningunum heldur hjá inntökunefnd listadeildar Vínarakademíunnar sem hafnaði hinum unga Adolf er hann sótti um að komast að í myndlistarnámi.
Hjalti, alkinn sem hann var, stóð því uppi, hafði verið hafnað af öllum. Horfi á dvergamyndirnar sínar, saklausar og fallegar, og skildi ekki af hverju aðrir sæju ekki fegurð heimsins. Augljóst var að heimurinn og listin væri á móti honum og fyrst svo væri myndi hann snúa bakinu við listinni og heiminum .
Og þetta tókst honum, þó svo að útlegð dverganna stæði ekki til lífsloka. Þeir færðu honum þá fró er hann þurft á að halda, það er nefnilega erfitt verkefni að leiðrétta guðs mistök og endurskapa heiminn í mynd hins ljóshærða manns.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
PS: Hjalti var pervisinn og dökkhærður maður, sjálfsblekking er hættulegt ástand.
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Góða kvöldið
Frumsýning afstaðin og viðbrögðin með ólíkindum.
Ég hef sjaldan lent í erfiðara verkefni, enda aðstæður allar hinar verstu. 5 tíma verk á einum klukkutíma, æft með óreyndum nemum sem eru að leika uppfyrir sig í aldri og reynslu og það á 4 vikum.
En þetta hafðist! Og gott betur en það, menn voru almennt mjög hrifnir.
"Aldrei hef ég séð Hamlet áður sem leikinn er af jafn miklum léttleika í bland við alvöru og dýpt" sagði skólastjórinn og brosti út að eyrum. Hann hafði verið rödd efasemdanna á uppsetningartímanum. Var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu "ferðalagi" sem ég var alltaf að tala um. Að taka Shakespeare á orðinu og vinna hann af alvöru og festu, reyna að læra af meistaranum fyrst maður var að takast á við hann á annað borð.
Því ekki er til sá höfundur sem krefur jafn mikils af þér, enda er í hverri senu örmull vendipunkta (hafi maður áhuga á slíku), hver sena, hver karakter, hver situation er alltaf marglaga, allt er hægt að skilja á fleiri en einn máta og því er það mikið og erfitt verk að vinna það með leikurunum. Því að slíkt getur verið ferlega spennandi en á sama tíma erfitt. Það er ekki hægt að grípa í einn skilning og keyra á hann, maður verður að skilja og geta leikið með marga bolta á lofti. Og það er fyrir óvana næsta ómögulegt. En tókst í mörgum senum í kvöld.
Sumsé, það er stoltur leikstjóri sem fer að sofa í kvöld, sannfærður í sinni trú að leiklist er óútreiknanlegt ferðalag og ef maður trúir, treystir, víkur sér ekki undan og samþykkir ekki að stytta sér leiðir, þá sé áfangastaðurinn spennandi og hlaðinn gæðum.
Það er allaveganna mín reynsla.
Næstu daga er svo pása áður en lagt verður í næsta ferðalag.
Kannski maður kíki í bók...
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
Frumsýning afstaðin og viðbrögðin með ólíkindum.
Ég hef sjaldan lent í erfiðara verkefni, enda aðstæður allar hinar verstu. 5 tíma verk á einum klukkutíma, æft með óreyndum nemum sem eru að leika uppfyrir sig í aldri og reynslu og það á 4 vikum.
En þetta hafðist! Og gott betur en það, menn voru almennt mjög hrifnir.
"Aldrei hef ég séð Hamlet áður sem leikinn er af jafn miklum léttleika í bland við alvöru og dýpt" sagði skólastjórinn og brosti út að eyrum. Hann hafði verið rödd efasemdanna á uppsetningartímanum. Var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu "ferðalagi" sem ég var alltaf að tala um. Að taka Shakespeare á orðinu og vinna hann af alvöru og festu, reyna að læra af meistaranum fyrst maður var að takast á við hann á annað borð.
Því ekki er til sá höfundur sem krefur jafn mikils af þér, enda er í hverri senu örmull vendipunkta (hafi maður áhuga á slíku), hver sena, hver karakter, hver situation er alltaf marglaga, allt er hægt að skilja á fleiri en einn máta og því er það mikið og erfitt verk að vinna það með leikurunum. Því að slíkt getur verið ferlega spennandi en á sama tíma erfitt. Það er ekki hægt að grípa í einn skilning og keyra á hann, maður verður að skilja og geta leikið með marga bolta á lofti. Og það er fyrir óvana næsta ómögulegt. En tókst í mörgum senum í kvöld.
Sumsé, það er stoltur leikstjóri sem fer að sofa í kvöld, sannfærður í sinni trú að leiklist er óútreiknanlegt ferðalag og ef maður trúir, treystir, víkur sér ekki undan og samþykkir ekki að stytta sér leiðir, þá sé áfangastaðurinn spennandi og hlaðinn gæðum.
Það er allaveganna mín reynsla.
Næstu daga er svo pása áður en lagt verður í næsta ferðalag.
Kannski maður kíki í bók...
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)