miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Góða kvöldið

já, sá tími kemur í lífi hvers karlmanns að hann verður að gera upp við sig hvernig maður hann er. hvað er það sem heldur upp hans karlmennskulegu ímynd, hvaða birtingarmynd stendur best undir hinni innri mynd. Hvað er það sem gerir mann að manni?

En að allt öðru. Ég keypti mér min fyrsta bíl í gær. Nei, ekki bíl, ég keypti mér trylitæki í gærþ

Bíllinn er af gerðinni BMW 520 V24. Hann lítur svona út!

Og ég var búinn að keyra hann 3 kílómetra þegar ég fékk mína fyrstu hraðasekt, og 25 km þegar ég náði mér í aðra.

Nú, allt er þá er þrennt er, og því bíð ég spenntur.

Mér fannst það svo sem í lagi, sé það bara sem hluta af kaupverðinu.

Í bæði skiptin var ég gripinn af hraðamyndavél sem einhverjir illa innrættir lögguskúrkar voru búnir að koma fyrir, heppilega nokk, bakvið tré eða földum upp í ljósastaurum.

Það skemmtilega er samt að ég var ekki búinn að umskrá hann og því á fyrrum eigandi von á áhugaverðum bréfum frá lögreglustjóra Berlínarborgar.

Bestu kv.

Þorleifur

3 ummæli:

Unknown sagði...

og þar sem að þú hefur fengið bílinn minn lánaðana þá má ég fá bílinn þinn lánaðan:D:D:D jeiiiiiiii ég fæ að keyra BMW á A1... get ekki beðið....

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Velkomin verðurðu!

Fleiri til í slaginn?

Þ

Nafnlaus sagði...

Heldur betur! Sunnudagsrúntur þegar þú kemur til baka? Til hamingju með kaggann, hann er stórglæsilegur.

Góða ferð!