Góðan daginn
Ég hef verið að lesa mig til um stríðið í Chesníu undanfarið. Hryllingnum og viðbjóðnum sem þar hefur þrifist er vart hægt að lýsa.
Það er ekki oft sem ég verð að leggja frá mér bækur vegna þess að ég einfaldlega get ekki meir. En bókin Dispatsches from Hell eftir Önnu Politikoskaya er slík bók.
Anna fór til Chesníu ekki sem stríðsfréttamaður heldur sem borgari. Sem borgari taldi ritstjórinn hennar að hún myndi ná betur utan um harm venjulegra manneskja. Og það gerir hún svo sannarlega. Svo róttæk varð hún í skrifum sínum að á endanum var hún myrt af leigumorðingja. Enn liggur ekki fyrir hvort það var Kremlin eða uppreisnarmenn í Chensíu sem stóðu á bakvið það. Það eina sem ljóst er að allir voru þeir hræddir við skrif hennar. Að hún sagði svo hreinskilnislega frá að allir sem að stríðinu komu var kastað í sitt rétta ljós, mannfyrirlitning og algert samanbrot alls þess sem gerir okkur að manneskjum.
Anna segir sögur af fólki, venjulegu fólki sem reynir að lifa af í hrikalegum aðstæðurm. Hún er lítið að dramatísera, hún segir okkur einfaldlega frá. Þroskahefta parinu sem Rússunum finns gaman að raðnauðga og taka af því myndir, gamlar konur sem skotnar eru fyrir það eitt að reyna að verja barnabörnin sín, óléttar konur bannað að fara á spítala til þess að eiga og stillt upp við vegg og látnar standa grafkyrrar þangað til dáið fóstrið rennur út úr þeim!
Hrikalegt og Evrópa leit undan.
Með þetta í huga sá ég svo þessar myndir frá Írak, þar sem mjög svipaðir hlutir eru að gerast, nema í þetta skipti undir flaggi hinna upplýstu og fórnfúsu hermenn Bandaríkjanna. Mér varð óglatt...
Ég tel reyndar ekki að við hermennina sjálfa sé að sakast, ekki sem slíka, því ég tel að í stríði sé vart mögulegt að halda í mennsku þína, hvað þá ef þú ert 18 ára ómenntaður strákur úr fátækrahverfinu!
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, febrúar 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli