mánudagur, febrúar 25, 2008

Góða kvöldið

Fékk email áðan sem óskaði mér til hamingju með frumsýninguna með eftirfarandi orðum:
Þá get ég vonandi farið að lesa um eitthvað annað en um Danaprins á blogginu þínu.

Ég ákvað eftir ítarlega umhugsun að verða við þessari ósk. Og það fyrsta á dagskrá er fyrirsögn sem mátti lesa í gær á "Berliner Kurier". "Hitler und das Perverse Zwergen Geheimnis" sem myndi á Íslensku hljóma eitthvað á þessa leið "Hitler og hið pervertíska dvergaleyndarmál hans".

Kemur í ljós að Hjalti (eins og Hitler er iðulega kallaður af íslendungum í Berlín) stundaði það í frítíma sínum (á milli þess sem hann drakk sódavatn og útrýmdi gyðingum) að teikna dverga ala Walt Disney.

Þetta skýtur vissulega stoðum undir þá kenningu mína að orsakar seinni heimstyrjaldarinnar er ekki að finna í hrikalegu efnahgaslegu ástandi í Þýskalandi á tímum kreppunnar, né í þjóðeriskenndum viðbrögðum við Versalasamningunum heldur hjá inntökunefnd listadeildar Vínarakademíunnar sem hafnaði hinum unga Adolf er hann sótti um að komast að í myndlistarnámi.

Hjalti, alkinn sem hann var, stóð því uppi, hafði verið hafnað af öllum. Horfi á dvergamyndirnar sínar, saklausar og fallegar, og skildi ekki af hverju aðrir sæju ekki fegurð heimsins. Augljóst var að heimurinn og listin væri á móti honum og fyrst svo væri myndi hann snúa bakinu við listinni og heiminum .

Og þetta tókst honum, þó svo að útlegð dverganna stæði ekki til lífsloka. Þeir færðu honum þá fró er hann þurft á að halda, það er nefnilega erfitt verkefni að leiðrétta guðs mistök og endurskapa heiminn í mynd hins ljóshærða manns.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

PS: Hjalti var pervisinn og dökkhærður maður, sjálfsblekking er hættulegt ástand.

Engin ummæli: