Góða kvöldið
Þetta er náttúrulega algert rugl. Hvað er þetta. Stöð 2 (ég er ekki kominn lengra í vefbrásun í kvöld) er með 35 mínútna aukafréttatíma til að dokúmentera LENDINGU Bobby Fischer.
Það er eins og heimstyrjöld sé hafin, svo mikið er í þetta lagt. Það er eitthvert mannsgrey að röfla um þotuhreyfla og lofthraða, lýsandi Reykjavíkurhöfn og tala um veðrið... Hann hefur ekkert að segja og því endurtaka þeir röflið upp úr hvorum örðum, algert grín.
Þetta er eins og að horfa á útvarpsleikrit í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Og það sem er alvarlegt við þetta er hversu uppteknir fjölmiðlamenn eru að sjálfum sér því að þetta er nú umfram allt þeirra mál.
Og svo stendur einhver hópur þarna og syngur "Bobby Fischer" eins og þegar landshlutasamband trukkabílstjóra á Reyðarfirði fögnuðu amerísku álversrisunum og Íraksstríðsverktökunum á austurlandi forðum.
Til að ná utan um það sem ég er að reyna að segja, þá blöskrar mér minnimáttarkenndin sem þetta minniháttar atvik sýnir á íslensku þjóðarsálinni og sem íslenskir fjölmiðlar sýna.
Þetta er fársjúkur maður sem við erum að velta okkur uppúr!
Það er reyndar athugandi hvað íslendingar eru mikið fyrir að velta sér uppúr útlendum geðsjúklingum, samanber Líonchí!
Ég nenni ekki að skrifa meira um þetta mál í bili en endurtek að ég dauðskammast mín fyrir ísland í dag, og sýnir enn og aftur að við erum með okkar litla mætti að sýna að við erum þjóð meðalþjóða!
Góðar stundir
Þorleifur
Gistiheimilinu Ás
föstudagur, mars 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli