Góða kvöldið
Góðar fréttir af mér. Ég var að komast að því að samk. nýjust skýrslunni um skiptingu eigna í heiminum þá erum við Meri í 1.2% af ríkasta fólki í heimi.
Ég var rétt í þessu að senda Bjögga Thors email þar sem ég bað hann um far heim í Desember enda á ég miklu meira sameiginlegt með honum heldur hinu pakkinu öllu hér í Berlín.
Já, það er gott að fá slíkar fréttir. Manni líður miklu miklu betur að tilheyra loks einhverjum almennilegum hópi, svona überDavos hópi, ekki vera flokkaður sem listamaður eða eitthvað álíka plebbalegt. Nei, ríkur er ég og ríkur skal ég vera.
Trúrðu mér ekki?
Samk. skýrslunni þá eiga um 2% helming allra skráðra eigna í heiminum og er þar eignastigi sem sýnir svo ekki er um villst að samkvæmt eignum mínum (sem eru nú samt að ég hélt ekkert rosalegar) þá er ég á toppnum.
Reyndar býst ég við að aðeins séu teknar með í reikninginn skráðar eignir sem þýðir að eignir fólks í þriðja heiminum (og reyndar mikið af Suður og mið Ameríku sem kannski teljast ekki beint til þriðja heimsins) telja ekki með.
En ég læt það ekki skemma fyrir mér upphafninguna, Ég er loks maður meðal manna. Því hvernig sem á það er litið þá er það af eignum sem einstaklingar eru metnir í nútímasamfélaginu.
Og við þetta bætist að hér í Berlín er 10 stiga hiti og því er global warming að redda vetrinum fyrir mér.
Já betra gæti það varla verið.
Bíð nú bara eftir að Bandaríkin ráðist inn í Íran, Sýrland og kannski eitt eða tvo smáríki í viðbót til þess að styrkja dollarann, enda á ég slatta af honum, sem og hlutabréfum í olíufyrirtækjum.
Mórall er frábær og til margs brúklegur svo lengi sem hann er hvorki mér né mínum til trafala, já og afleiðingarnar af því að iðka hann ekki komi bara niður á öðrum.
Go Kapital segi ég nú bara.
Þorleifur Örn Arnarsson
þriðjudagur, desember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli