föstudagur, mars 05, 2004

Leikhúsgagnrýni

Í grunninn tel ég leiklistargagnrýni vera afar mikilvægan þátt í leiklistarsamfélaginu og er sammála Peter Brook hvað varðar að leiklistargagnrýnandinn verður að hafa hugsjón og berast fyrir henni. En það er erfitt að tala um þetta á íslandi þar sem gagnrýnendur eru svo fáir og það gæti verið afar skaplegt ef segjum að gagnrýnandi Morgunblaðsins tæki upp með sér að vilja einungis japanskt noh leikhús. Þá værum við í vandræðum því að engin rödd með neinum þunga gæti komið á móti. En hugsjónin er falleg og á vel við í samfélagi þar sem margar raddir geta heyrst á sama tíma um sömu sýninguna.


Ég tel að einn helsti galli íslenskra gagnrýnenda sé of mikil bjartsýni og jákvæðni. Í stað þess að vera gagn-rýnar þá er oftar en ekki slíkur upphrópunarastíll á dómum að það er eins og það sé samkeppni í gangi og yfirlýsingarnar svo almennar að ekkert er að hafa uppúr þeim. En svo má aftur spyrja hvort að þetta sé gagnrýnendunum að kenna eða hvort um sé að ræða nútíma frétta- og afþreyjingarstíl sem kallara á svona skrifa.

Varðandi kenningar þjóðverja um að það sé auðveldara að skrifa um vont leikhús en gott vegna þess að krítískt tungutak sé okkur tamara þá býst ég við að í þessu sé mikill sannleikur þegar litið er á þýskt leikhús enda eru dómar þar mun krítískari en hér. Einnig er að staðreynd að þýskan er mun frekar teknískt tungumál en tilfinningarlegt. En það þarf ekki að þýða að það sama gildi á íslandi. ég tel að íslanska hafi afbragðs orð til þess að lýsa hrinfningu og af hverju það stafar. En aftur á móti held ég að maður lendi í ákveðnum vanda þegar maður reynir að lýsa tilfinningunni af því að horfa á stjörnurnar. SAma er upp á teningnum í list. Þar er ekki alltaf hægt að vita hvaðan fegurðin kemur, hún bara er og það er það. Hvernig á að lýsa því? Ekki hægt og á ekki að vera hægt því að tilfinningar eru mun eldri en tungumálið.

Auðvelt er að útskýra af hverju auðveldara er að dæma vonda sýningun en góða. Maður hefur ekkert betra að gera meðan maður situr á rassinum en að rýna í allt sem maður sér því það sem er að gerast heldur manni ekki. Og þá er bara miklu skemmtilegra að skoða það sem úrskeiðis fór (enda vekur það oft upp vonbrigði og reiði og þá fékk maður allaveganna eitthvað út úr sýningunni!).

Hafiðia gott og glatt

Þorleifur

Engin ummæli: