sunnudagur, mars 07, 2004

Góðan daginn

Hlutir gerast hratt í Finnlandi þessa dagana.

Það hefur verið að safnast í hópinn hjá FInnlandsútibúi hins Lifandi Leikhúss og er dramatúrginn Kaisa kominn í hópinn. Mun hún skrifa með mér nútímaútgáfu af Pétri Gaut og aðstoða við að samr?ma málnotkunina sem notað verður milli finnsku og íslensku. Mér skilst að finnska þýðingin á Pétri Gaut sé ljóðræn en á eðlilegu og nútímalegu máli. Hættan er nefnilega sú að innihald verkins týnist ef tungumálið sem verkið er flutt á er of upphafið.

Þetta vandamál er til dæmis augljóst í grísku harmleikjunum. Afar erfitt að skilja það sem við er átt þegar flúrið er slíkt að setningum er alltaf snúið á hvolf til að sýna skáldasnillina. Einnig var þetta það sem hrjáði sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Grettissögu. Textinn er svo erfiður í flutningi að þeir sem á hlýddu áttu í fullu fangi mað að skilja það sem fram fór.

Í þýðingu Einars Ben á Pétri Gaut er þetta augljóst. Málið er afar fallegt en er frekar skráð til lestrar en flutning á sviði(sem er einmitt skemmtileg tilviljun því að Ibsen skrifaði Pétur GAut sem ljóð á bók, ekki til flutnings). En þar sem ég vil að fólk skilji og vil koma á framfæri afar sterkum boðskap um nútímann og hvernig maðurinn er eins og þeytispjald mitt í öllu stressinu og mikilmennskubrjálæðinu þá vil ég einfaldari texta og umfram allt skiljanlegan.

Kaisa þessi er afar snjöll af því er virðist. hún er fremur þögul en afar skapmikil (samkvæmt sögusögnum) Hún er óhrædd að segja meiningu sína og hefur sterka listræna sýn. Ég hef góða tilfinningu fyrir samstarfinu við hana.

Við þetta vaknar reyndar upp spurning. Af hverju vinn ég svona mikið með konum?

Melkorka þýddi með mér "Aðfarir að lífi hennar"
Arndís Dúnja skrifaði með mér "1984 - Ástarsögu" og var aðstoðarleikstjóri minn bæði í því stykki sem og í sveinsstykki.
Mervi er framleiðandi minn hér
og nú Kaisa sem vinnur með mér leikgerðina uppúr pétri Gaut.

Er þetta kannski hið femenísk uppeldi? Því skal ég láta ósvarað en líklegra þykir mér þó að þetta helgist af því að mér finnst gott að hafa fólk í kringum mig sem hefur aðra sýn á heiminn en ég. Konur horfa öðruvísi á veröldina en karlmenn (sést kannski best áa því að ég man í svipinn ekki eftir þeirri konu sem hóf styrjöld gegn nágrönnum sínum) og því er það gott til að halda aftur af karllægri sýn minni. Jafnrétti og hvernig kvenímyndin er notuð í nútímasamfélagi eru stór málefni sem stinga stöðugt upp kollinum í verkum mínum og því þarf ég oft kvenaugað til að styrkja þessa sýn og einangrast ekki í hinu karllæga leikhúsi.

Staðreyndin er sú að það er sorglegt og skammarlegt fyrir leikhúsið hvað fáar konur starfa þar sem leikstjórar. Og þær sem gera það hafa það venjulega mun verra en mennirnir. Svo ekki sé nú minnst á rulluskrifin í gegnum tíðina.

Það væri spennandi að athuga hversu mikið konur hafa verið aðstoðarleikstjórar eða dramatúrgar eða starfað náið með helstu leikhúsfrömuðum sögunnar? Ég hef það á tilfinningunni að það yrði forvitnileg lesning.


Verð að fara að koma mér að vinnu, Sveinsstykki að fara upp að nýju og nú þurfa allir að bretta upp ermarnar!

Bestu kv.

Þorleifur
zorleifhotmail.com

Engin ummæli: