Góða kvöldið - Helsinki kallar
Það er erfitt að vera fréttasjúkur Íslendingur í útlöndum.
Ástæðan, jú, íslensku netmiðlarnir eru svo hripalega slappir að það nær ekki nokkuri átt. Það er bara kemur ekki fyrir að ég hafi eitthvað að lesa á netmiðlunum. Mbl.is sem á að vera svo góður er ekki með nema örfáar fréttir og aldrei neitt annað en það sem er hér á BBC World. Hvað varðar íslensku fréttirnar þá gæti það verið að þær séu svona áhrifalitlar þegar maður horfir á þær úr fjarlægð en ég get bara ekki fengið mig til að lesa fréttir um úrilla bændur og samningaviðræður iðnaðarsambands Grindavíkur við hafnarvörðin yfir gömlum rækjubát sem lekur...
Þetta er ekki fréttaefni!!!!
Er þetta merkilegra í nálægð???
Og svo virðist mér sem fréttablaðið sé hætt við að birta blaðið á netinu og þá er ekkert eftir nema að hlusta á gufuna í beinni!
Segið svo að ríkisfyrirtæki geri ekki neitt! Þetta ættist að nota sem röksemd gegn hinni dýrkuðu einkavæðingu sem alllir virðast hafa verið að lepja upp undanfarin ár.
og hananú!
Góða nótt
Þorleifur
laugardagur, mars 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli