Gott kvöld
VAr í heimsókn hjá vini mínum Varríusi og sá þar stuttan pistil um hljóðrænu í leikhúsi.
Hann sagði þetta leiðilegastann allra siða í leikhúsinu og þar er ég hjartanlega sammála honum. Og ekki nóg með að þetta sé leiðinlegur siður, hann stendur í forgrunni mestu hættu sem steðjar aða leikhúsinu.
Leikhúsið hefur lengi horft á sjónvarpið og kvikmyndinirnar sem sinn helsta óvin. Ekki er erfitt að skilja af hverju þar sem samkeppnin um frítíma almennings eykst stöðugt og vegna hás lífstíls þá dregur stöðugt úr frítímanum. Sjónvarpið, hinn mikli deyfir, hefur meiraðsegja samkvæmt þeim svartsýnustu breytt núverandi kynslóð í andlausan lýð sem eyða mun mannkyninu með úrkynjun og offitu, en það er önnur saga.
Leikhúsið hefur glímt vði þennan fjanda með afar furðulegum hætti. Í stað þess að efla sérstakleik sinn hefur leikhúsið gert sitt besta til þess að draga það uppi og herma eftir því hvar sem það getur. Það afkvæmi myndmiðilsins sem sterkast hefur sett mark sitt á leikhúsið er líklega tónlistarnotkun. Það er varla hægt að fara í leikhús án þess að heyra fiðlur orga í sífellu eða tilfinningarleg tengd tónlistin elti sveiflur leikaranna og verksins eins og vel þjálfaður fjárhundur. ÉG tók dæmi af þessu í umfjöllun mína um djöflana hérna neðar á síðunni þar sem tónlistin passaði sig að lækka alltaf niður rétt áður en senu lauk. Ekki nóg með það að okkur væri sagt hvernig okkur ætti að líða, okkur var líka sagt hvenær senunni myndi ljúka (ekki það að stundum veitti ekki af á þessarai sýningu því að líkurnar á því að sofna voru þó nokkrar).
En af hverju er þetta svo alvarlegt? Er ekki í lagi að leikhúsið elti aðra miðla og nýti það sem þar er að finna ef það telur það geti bætt leikhúsið? Svar mitt við því er jú auðvitað. En það verður líka að passa sig að skilja það eftir sem skemmir fyrir galdri leikhússins og kippir fótunum undan því sem gerir leikhúsið að jafn sérstökum stað og raun ber vitni.
Hættan er sú að leikhúsið elti kvikmyndaformið niður þann stíg að fólk þurfi ekki að hugsa þegar það er að horfa. Að það upplifi það sama í leikhúsinu og heima í stofu, algera mötun. Og þá líður ekki á löngu áður en fólk fer að átta sig á því að þetta er bara peningaplokk. AF hverju að borga fyrir eitthvaða sem það getur fengið frítt heima í stofu? Um leið og hugsunin hverfur úr leikhúsinu þá verður þetta bara eins og hver önnur skemmtun sem þú getur nálgast mun auðveldar á skjánum.
Þetta er ekki bara spurning um innihaldið heldur hefur þetta líka áhrif á formið. Leikhúsið þrífst vegna þess að það er eini staðurinn þar sem þessi nálægð er til staðar. HVar annars staðar ertu í svona miklu návígi við persónulegar upplifanir eins og í leikhúsinu. Og það virðist ekki skipta máli þó svo að allir viti að það er plat, upplifunin er sönn. En ef farið verður að mata ofan í okkur tilfinningaarnar líka þá er ekkert eftir að galdrinum. Þegar áhorfandinn þarf ekki lengur að beita ímyndaraflinu þegara hann er að horfa þá er ekkert eftir og hann er skilinn eftir, sitjandi fyrir utan horfandi inn; alveg eins og í sjónvarpinu!
Ábyrgð leikhúslistafólks er að átta sig á því að það er afar alvaralegt mál að svipta leikhúsið galdrinum, því það gæti staðið upp innan skamms án áhorfenda og þá er til lítils að vinna.
BEstu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, mars 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli