Stutt....
ÉG er með einn dyggan lesanda sem vill svo til að sefur einnig hjá mér á stundum.
Og ekki nóg með það að hún lesi, hún skilur það ekki heldur og því fæ ég þá ánægju að heyra sjálfan mig lesa eigin skrif (ég mæli með þessu, sérstaklega þá með mín skrif).
En allaveganna, henni fannst vera kominn tími til þess að ég skilaði kveðju til ykkar frá henni og hér með er það komið (ef þú ert að lesa þetta mæli ég með að þú leggir áherslu á orðið ...YKKAR ... kannski væri betra að breyta eftir því hvaða áhorfendahópurinn er stór. Ég meina... ef hann (áhorfendahópurinn það er) er til dæmis einn ... þá er náttúrulega ekki hægt að segja "YKKAR"...nei.. Ef þú gerir það þá veit sá sem á hlíðir að þú ert ekkert sérstaklega greindur og...og... það gengur náttúrulega ekki. Þannig ef það er bara einn sem þú ert að lesa fyrir segðu þá ...dadadamm.... "kveðja frá henni til ÞÍN (ekki ykkar). ..Svo ef það eru fleiri notaðu þá ykkar eins og þú værir að segja til ÞÍN ... ef það væri bara einn... að hlýða á. Svo ef það eru margir ...og ...og.... sitja e.t.v. í hring og...og... þú ert í miðjunni og.... nei.... sko...þá getur þú endurtekið orðið YKKAR nokkrum sinnum og snúið þér í hring á meðan. OG..og.. Þá fá nefnilega allir á tilfinninguna að þú (eða ég og konan mín) séum að tala persónulega við hann!! (hér er gott að brosaa) Ég mæli með þessu og..og.. ég veit hvað ég er að tala um því ég er leikstjóri og...og... hef því alveg heilmikið vit á þessu og...já, heyrðu... trúðu mér bara).
Góðar stundir
Þorleifur og Meri
PS: Innansvigakaflinn virkar mikið betur ef hann er lesinn eins og Woddy Allen væri mættur, stam og allt
laugardagur, mars 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli