Halló halló
Ég hef verið að skoða annara manna blogg og það hefur ekki farið fram hjá mér að ég er ansi aftarlega á merinni...
Menn eru með linkasöfn, commentin þeirra heita eitthvað, eru alltaf að benda á síður út í heimi sem mér eru gjörsamlega ófinnanlegar og svo framvegis og svo framvegis.
Ég er pennanörd...
En þetta þarf kannski ekki að vera svona slæmt, ég meina, fyrst að allir hinir eru að þessu þarf ég þá að vera að þessu líka? Má ég ekki bara skrifa upp á gamla mátann og trúa því í blindni að það sé tilgangurinn með þessu hjá; að skrifa og koma út í tómið því sem ég er að hugsa. VOna svo kannski innst inn að fólk "þarna úti" lesi og hugsi kannski örlítið sjálft? Og kannski ef það er í góðu skapi (eða örlátu) skrifi eitthvað í kommentin mín, þrátt fyrir að þau heiti ekki einhvað sniðgugt eins og "frá ykkur til mín" eða "til hjarðainnar" eða jafnvel (ég átti erfitt með mig þegar ég sá þetta) "opnið ykkur".
Reyndar hef ég það stundum á tilfinningunni að ég sé fæddur á vitlausum tíma. ÉG held að ég hafi átt að vera uppi á tímum þegar fólk reifst vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman um málefni. Þegar umræður voru ekki marktækar nema þær hefðu útkomuna gefna út. Ég er nefnilega rómantíker í hjartanu og langar svo óskaplega að tala um guð og menn, tilgang og vilja, ást og hatur og allt það svo dögu skiptir en það er því miður ekki tími! GSM veröldin virkar því miður ekki þannig...
Og þess vegna húki ég í leikhúsinu. Þar hefur maður allaveganna tíma til að hugsas og vera pínkulítið, það er þegar maður er búin að sannfæra leikarana að slökkva á gemsanum.
Góðar stundir
Þorleifur
laugardagur, mars 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli