miðvikudagur, mars 19, 2008

Góða kvöldið

Sit á hóteli í Hamburg á leiklistarfestivali.

Ég var búinn að gleyma því hversu mikið svona festivöl fara í mig. Það er allt einhvernveginn svo stíft og gáfumannalegt. Það stendur gráhært fólk út um allt og stingur saman
nefjum, gáfulegt á svip og veltir sér uppúr eigin dýpt.

Ég er með ofnæmi fyrir þessu.

Ekkert að því svo sem að hugsa um leikhúsið, tilgang þess og fyrirætlan, en á svona samkundum verður stemmingin alltaf "við sem erum svo vitur" og áhorfendurnir skipta þar litlu sem engu máli. Þeir eru annars flokks

Hér liggur hin sanna viska. Ohhhh...

Leikhúsið liggur hjá fólkinu. Auðvitað vill mðaur snerta við því, fjalla um heiminn, ná djúpum og sterkum listrænum tengingum en ekki samt rúnka sér með efnið, sjálfum sér til upphafningar.

Og því skil ég ekki að ég skildi samþykkja að koma, var líklega búinn að gleyma því hversu mikið þetta fer í taugarnar á mér.

En er að nota tímann til þess að undirbúa Gegen die Wand sem ég er að fara að setja upp eftir 4 vikur í A Þýskalandi og ég er alltaf að nálgast það meir og meir að segja fólkinu sem kemur til þess að sjá sögu, sögu af sönnu fólki í erfiðum aðstæðum.

Svo er það komið upp að ég er að fara að setja verk upp heima í sumar og ég er farinn að hlakka til. Að setja aftur upp á eigin tungu verður frábært.

En meira um það síðar...

Bestu kv.

Þorleifur

4 ummæli:

Unknown sagði...

ertu að segja mér að þú verðir kannski heima í sumar.. vá hvað það yrði gaman.. nenniru ekki bara að flytja aftur heim, miklu betra...:)

Nafnlaus sagði...

Þú ert frábær penni drengur.. alltaf gaman að skoða bloggið þitt!

Gaman að fylgjast með hvað þú ert góður og gengur vel í því sem þú ert að gera :)

Ég mæti með Oddnýju að horfa á það sem þú ert að fara að setja upp hérna heima.. bara ef það er skemmtilegt samt... ha ha ha

kv. IB

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Sælar stöllur

Maður verður þá að reynast til þess að drulla einhverju almennilegu upp, fyrst svona eðal konur ætla að láta sjá sig.

Bestu kv.

Þorleifur

Nafnlaus sagði...

Það var mikið að ég fékk smá athygli maður.. djíses!

Farðu nú að svara emailum krakki!

Knus og kram

IB