Góða kvöldið
Vinkona mín benti mér á eftirfarandi frétt á mbl.is Ég skil ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér og er ég henni þakklátur fyrir að benda mér á hana.
Þessi frétt reitti mig verulega til reiði. Mér er óglatt, mér er illt, ég skammast mín fyrir dómstólana, næstum að ég skammist mín fyrir það að tilheyra samfélagi þar sem svona mál fá svona meðferð!
Það er næstum að maður velti fyrir sér hvort ekki væri upplagt fyrir bankaræningja, svona á leið úr vel heppnuðu ráni, að stoppa við og nauðga svo sem einn konu, það myndi líklega leiða til styttri fangelsisdóms.
Dómurinn segir að maðurinn eigi sér engar málsbætur, að hann hafi stundað ofbeldi, líkamlegt og andlegt klukkustundum saman - fyrir framan 14 ára dóttur konunnar - og vegna þess hversu hrottaleg og niðurlægjandi árásin hafi verið þyki sanngjarnt að dæma hann til 3 MÁNAÐA fangelsis og greiða henni 600.000 í miskabætur.
Hvernig getur þetta átt sér stað?
Hvar er femenistarnir núna?
Hvar er bálförin að dómshúsinu?
Hver ætlar sér að taka upp hanskann fyrir þessa greyjið konu, barn hennar og önnur fórnarlömb svona heigulsglæpa?
Það er næstum að maður sakni DV á svona tíma. Þeir myndu að minnsta kosti missa það yfir þessu?
Hvar er Kastljósið?
Maður er næsta örvæntingafullur yfir stöðunni heima. Ætla dómstólar ekkert að læra?
Þetta eru nýðingsbrot af verstu sort og það á að meðhöndla þau sem slík. Er karllægan svona mikil í lagaramma á Íslandi að nauðganir, heimilisofbeldi og misþyrmingar eru minni brot en að stela úr bókhaldskassa, stinga á sig súkkulaði í 10-11, keyra of hratt eða flytja inn dóp.
Það er ekkert samhengi og því er þetta algerlega óskiljanlegt í upplýstu samfélagi.
Nú bíður maður bara eftir enn einum dómnum þar sem tekinn er fram klæðaburður fórnarlambsins en ekki gerandans, ástand fórnarlambsins en ekki gerandans!
Það er einnig horft fram hjá allri þeirri niðurlægingu sem fylgir því að fara með svona mál dómstólaleiðina og hvað í svona dómum ætti að ýta við konum að leita réttar síns, að ganga í gegnum allt það sem fórnarlömb svona mála þurfa að ganga í gegnum. Þegar gerandinn labbar út með slap on the wrist og þarf að kaupa pulsu og kók handa fórnarlambinu.
Þetta er til skammar
Eitthvað þarf að gerast!
Hvar eru mannréttindafrömuðurnir núna?
Ég get ekki skrifað meira því að ég veit ekki hvað hægt er að segja...
Þorleifur
laugardagur, mars 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
við erum alveg á sömu línunni í dag varðandi pælingar á blogginu... en hey - fékkstu emailið frá mér? Hvernig væri þá að svara?
kv. IBB
Skrifa ummæli