fimmtudagur, mars 13, 2008

Góðan daginn

Það er gott að vera kominn til baka til Berlínar eftir ferðina heim. Ég ákvað eftir Hamlet hérna úti að ég ætlaði ekki að sjá neitt leikhús heima, bara hreinsa hugann, hitta vini mína, lesa og slappa af. Og þetta hélt ég út - með nokkru drama þó...

Ekki að það væru ekki freistingar. Það vildi svo illa til að það var leiklistarfestival í gangi heima á þessum tíma sem og fullt að gerast í leikhúsinu, en ég bara hreinlega gat ekki fengið mig til þess að skella mér.

Ef það er einhver sem bjóst við að sjá mig og ég gerði það ekki, þá er það ekki persónulegt, ég varð bara að fá break frá leikhúsinu ;-)

Anyhow...

Síðan ég kom til baka hef ég aðallega verið að ganga í praktísk mál, fjármál, ganga frá reikningum, the usual. Þetta er náttúrulega óþolandi eins og gefur að skilja en víst hluti af nútíma samfélagi.

Tel reyndar að það yrði öllum tilframdráttar, ríki og borgurum, ef skattalöggjöf yrði gerð einfaldari og skilvirkari. Þetta er ótrúleg súpa sem er ekki nokkrum manni sem ekki er sérfræðingur skiljanleg.

En kannski er það tilgangurinn, ég meina, við keyrum efnahaginn á þjónustu er það ekki...

Spurning hverjum þessi þjónusta öll er til framdráttar? Þetta er í raun bara þjónusta við að útskýra hluti sem í eðli sínu ættu að vera einfaldir, en eru það ekki!

-----------

Og krónan, dont get me started! Hvað eru þessir menn þarna upp í Seðlabanka að pæla? Fljóta míkrógjaldmiðli, gera hann aðlaðandi með því að bjóða okurvexti og neita svo að viðurkenna að þetta voru mistök. Með fjármálakreppu í heiminum - og á Íslandi - þá segir það sig sjálft að vaxtastig eitt og sér stendur ekki undir áhættunni sem felst í því að kaupa krónuna.

Að halda úti gjaldmiðli á áhættufjármögnun er varla góð stefna til framtíðar, en kannski í takt við hvernig íslendingar hafa byggt upp sitt hagkerfi, sína útrás, sín viðskiptamódel.

Davíð sem startaði þessu öllu saman með góðri hjálp frá EES samningnum og gat svo ekki þolað það og hjó í Baug virðist engu að síður vera blindur gagnvart hættum þessarar fjárglæframennsku.

Í fræðunum eru menn skilgreinir spilafíklar ef þeir geta ekki náð jafnvægi milli þeirra hagsmuna sem í húfi eru (eignum) og ánægjunni af því að spila. Slíkir menn tapa húsum sínum og fjölskyldum, eignum og æru. Hin undirliggjandi þráhyggja stjórnar öllu.

Þetta er náttúrulega bölvanlegt í sjálfu sér en hvað þá þegar menn eru að spila með heimilin í landinu, sem þeir eiga ekkert í. Það er auðvelt að spila með annara manna eignir, því þá bitnar tapið ekki á þér sjálfum. Og þeim mun erfiðara er að lenda á botninum - sem er svo forsenda þess að að gefast upp og fara að takast á við vandann.

Og það versta er, maðurinn úthlutaði sér sætinu við spilaborðið sjálfur - og við borgum!

Hvers eigum við að gjalda?

Bestu kv.

Þorleifur

3 ummæli:

feitabolla sagði...

Talandi um röfl... Þú slærð öll met.. . ert þú vinstri maður? múhhahahahaha!! :D

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Ég myndi nú fara rólega í það að tala um röfl, maður þarf nú ekki annað en að kíkja á síðuna þina til þess að það fari að leka úr eyrunum á manni weltschmerzið!

Nafnlaus sagði...

heyrðu kallinn minn.. mér heyrist þú nú bara vera ágætisfjármálasérfræðingur :)

ég segi bara amen... þessa króna er ekki að gera neina goða hluti fyrir okkur,úff - nenni heldur ekki að byrja á þessu. Og Dabbi "kóngur" *jæks*

Gaman að lesa bloggið þitt - þú hefur margt að segja... eins og alltaf

kv. Inga Birna