Hagkerfið og ég
Ég og hagkerfið skildum aldrei hvort annað,
og efalaust má kenna það marxískum framburði mínum,
en það var svo dramblátt, flókið og gráðugt í sínum,
að vinstridreng neðan úr bæ var hús þess bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki,
Og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og fleiri mér hjálpar að biðja,
en hagkerfið snéri sér frá mér og gengdi mér ekki.
Og loks varð kapítalískan eiginleg munni mínum,
Og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna,
ég hélt, að við slíkt myndi þel þess glúpna og þiðna,
en þá var það orðið marxískt í framburði sínum.
Lánað ljóð sem best útskýrir samband mitt við kapítalismann, krónufallið og Davíð Oddson.
Mbk
Þorleifur
(Námsmaður í Berlín)
laugardagur, mars 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli