Góða kvöldið
Það er of seint til gáfulegra skrifta og því fell ég í vanans venjur og skrifa einhverja bölvaða vitleysu.
Íslendingar ætla að fara að auglýsa í NYTimes. Gott hjá þeim. Þetta er týpísk íslensk stórhugahugmynd! Why aim for the sky when you can see the moon?
Og þeir segja að það muni kosta 3 millur. Hvað kostar 3 millur? Ég hefði talið að miðað við kostnað í íslensku blöðum (300 kall fyrir heilsíðuauglýsingu á góðum stað í fréttó) þá væri þetta kostnaður fyrir blaðsíðufjórðung mitt í aukablaði um nútíma mublu arkítektúr í NYTimes!
En kannski eru þeir á díl...
Svo er það líka umhugsunarvert að það var NYTimes sem sló fram á forsíðu setningunni "United in Joy" þegar Sardínistarnir töpuðu kosningunum í Nicuaraqua eftir að BNA höfðu bombað landið aftur á steinaldir, fjármagnað þarlenda hryðjuverkamenn og neitað að fara að dómi alþjóðadómstólsins sem dæmdi þá 1981 til þess að greiða Nicuraqua stórfelldar bætur og hætta að borga undir hryðjuverkahópana. (Viðbrög BNA: tvöföldun á framlögum til hernaðarmála þar í landi) ( sendiherra BNA til Nicaraqua 1981: John Negroponte núverandi sendiherra BNA í Írak).
NYTimes er það blað sem gegnir forrystu í því að staðfesta kúltúríska yfirburði vestrænnar menningar yfir öðrum menningarheimum
En góð hugmynd engu að síður...
Og svo sakna ég konunnar minnar geigvænlega í útlegðinni í Kallakaffi!
SVo mörg voru þau orð!
Þorleifur
föstudagur, desember 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli