þriðjudagur, janúar 05, 2010

Góðan daginn

Það verður að segjast að þetta er einhver vitlausast ákvörðun í sögu íslensks lýðveldis.

Þarna lætur forsetinn popúlístískan hræðsluáróður stjórnarandstöðunnar (sérlega þó framsóknarflokksins) hlaua með sig í gönur.

Og auðvitað þýðir þetta að þjóðin þarf að þola enn einn besserwisserumgang íslenskra stjórnmálamanna í gegnum hina ömurlegu ICESAVE mýri.

Þurfum við nú að þola aðra 7 mánuði af rangfærslum, hræðsluáróðri og upphrópunum á önnur mál og mikilvægari sitja á hakanum?

Það eina góða sem kemur út úr þessu er að nú er í raun hægt að fara að ræða executívt forsetaembætti í alvöru, en kostnaðurinn við það er gríðarlegur.

Samúðarkveðjur frá Þýskalandi

Þorleifur

Engin ummæli: