föstudagur, júlí 04, 2003

Góða kvöldið

Það gengur mikið á þessa dagana. Nú eru 11 dagar í það að fyrsta uppfærslan komi fyrir almennings sjónir og það er ekki laust við að smá fiðringur geri vart við sig í magaræksninu (sem er nú orðinn margu illu vanur). Eftir að hafa fengið manneskju til að kíkja yfir sýninguna í gær þá var ég þungt hugsi. Ég fór niður í leikhús eftir miðnætti til þess að vinna við að reyna að laga ljósin og upphugsa hvernig ég gæti unnið með sviðsmyndina þannig að sem flest af utanaðkomandi hlutum myndi hverfa út. Þetta reyndist þrautin þyngir enda vinnudagurinn farinn að nálgast 18 stundir og var sá endalausi í röðinni. Ég sat sumsé þarna og starði útí myrkrið, eitthvað að fikta í ljósunum og reyna að gera eitthvað. En sama hvað ég strögglaði, ekkert batnaði og varð bara verra ef eitthvað. Ljósarás 1 inn og ohh, ljósarás bla inn og út og inn og út og argg....... Ég hélt áfram í örvæntingu drukknandi manns á sama tíma og ég fann hvernig yfir mig þyrmdi áhyggjum og vonleysi. Þetta væri bara allt ömurlegt og ekki væri möguleiki að ég gæti sýnt þetta nokkrum manni. Þetta var eins og að horfa í spegil og reyna að átta sig á því hvað gæti betur farið í eigin andliti. SViðsmyndin sat þarna og mér fannst sem að hún væri að hæðast að mér. Þú hefðir betur fengiðð einhvern til að gera þetta, sagði hún. Sérðu hvað lýsingin er ömurleg og þú ert bara að gera illt verra, hahaha... Ég sat og sat og alltaf magnaðist vonleysið þar til ég gafst upp, gafst upp og bað til forsjáarinnar að taka völdin og gera eitthvað í þessu.

Ég vaknaði svo í morgun klukkutíma of seint og það var beðið eftir mér niðrí leikhúsi. Forsjáin ekki til í tuskið. Við fórum að vinna allt of seint og allt útlit fyrir að hyldýpi undangenginnar nætur ætti sér stoð annars staðar en í hugarfylgsnum mínum. Þetta brokkaði svona einhvernveginn, ekkert of vel en samt ekki nógu illa til þess að ég næði í hauspokann, en allt í einu fór allt í gang og það gerðist. Síminn hringdi, ljósamaður til í tuskið. Matur hjá mömmu og pabba (lærissneiðar, namm, namm), tvö atvinnutilboð innum lúguna í símeyranu og svo ljósavinna í kjölfarið (sem við vorum að klára rétt áðan). Nú er sýningin aftur orðin æði og ég að hlakka til. Og svo efasta maður???

Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er það að ég elska konuna mína en það reynist þrautin þyngri að finna tíma til að sýna það (enda er ástin víst ekki orð heldur athafnir). Þessvegna verður ekkert blogg um helgina. Ég ætla nebbnilega að taka mig saman í andlitinu og taka einn dag í frí og fara með hana að skoða jökla og sumarhúsast og spila scrabl og bara gera ekki neitt nema að elska og segja lélega brandara (sem enginn myndi hlægja að nema hún) og þetta sem gerir hana svona sérstaka og mig svona ástfanginn.

Góða nótt og megi forsjónin ykkar vera með ykkur.

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: