mánudagur, júlí 07, 2003

Góða kvöldið

Það að vinna í leikhúsi er svo skrítinn heimur. Það virðist sem allt snúi á haus og fylgji sínum eigin lögmálum. Maður getur eiginlega ekki annað en staðið við hliðarlínuna og fylgst með því leika mann grátt þegar maður á síst von á því en svo uppúr þurru verðlaunar það mann þegar maður bjóst við að reitt væri til höggs.

Kannski er það svoleiðis að maður læri á þetta af reynslunni en ég get ekki séð að neitt "pattern" sé á hlutunum eða að neinum sérstökum lögmálum sé fylgt eftir.

Þessi egósentríski texti er til þess eins að reyna að halda utan um veruleika sem er eins og áll í eðli sínu, eins og að útskýra hvað gerist þegar maður stendur, þungur í skapi, við sjávarsíðuna og allt í einu gengur allt upp í höfðinu á manni. Einhver tilfinning kemur yfir mann, sem ekki er hægt að festa hönd á en var ómuræðilega til staðar og var sönn eins og ósýnilegt loftið sem maður andar að sér.

Skrítið, óskiljanlegt en satt.

Þannig er það.

Góða nótt

Þorleifur

Engin ummæli: